Netspilavíti spáir í íslenskt gagnaver 17. september 2010 15:18 Eigandi netspilavítisins BoDog segist ætla að flytja netstarfsemi sína til íslenska gagnaversins Thor Data Center. Þetta kemur fram í umfjöllun á vefsíðunni onlinecasino.com. Samkvæmt upplýsingum frá gagnaverinu hafa þó engir samningar verið gerðir og er málið allt á könnunarstigi. Talsmaður Thor Data Center segir í samtali við Vísi að umrætt netspilavíti sé aðeins einn af fjölmörgum aðilum sem hafi sýnt gagnaverinu áhuga. Málið sé þó engan veginn komið eins langt og skilja megi á fréttinni á onlinecasino.com. Eigandi spilavítisins hafi vissulega haft samband og kynnt sér það sem Thor Data Center hafi upp á að bjóða en að engir samningar hafi þó verið undirritaðir. Eigandi BoDog, Calvin Ayre, virðist því hafa farið eilítið fram úr sér. Hann bendir á í samtali við vefsíðuna að hann hafi valið Thor Data Center á Íslandi því það sé í hópi umhverfisvænustu gagnavera heimsins. Fram kemur að Ayre telji það mikilvægt að þeir sem reka spilavíti á netinu taki frumkvæði í því að draga úr losun kolefna í andrúmsloftið. Það geti þeir gert með því að versla við gagnaver sem eru umhverfisvæn eins og Thor Data Center. Það fylgir sögunni að rekstur netspilavíta á borð við BoDog sé einhver gróðavænlegasta starfsemi sem fram fer á netinu. Thor Data Center var tekið í notkun í sumar og er það gagnaver í heiminum sem veldur minnstri röskun á umhverfinu samkvæmt tilkynningu sem gefin var út. Bæði er það vegna nýrrar gámatækni sem gagnaverið notar, en ekki síst vegna þess að það nýtir einungis endurnýjanlega orku frá íslenskum gufuaflsvirkjunum. Gagnaverið hefur tryggt sér 3,2 megawatta raforku frá HS Orku á Suðurnesjum og ákvæði eru í samningnum um allt að 19,2 megawött ef þörf krefur. Thor er fyrsta gagnaverið af þessum toga sem tekið hefur verið í notkun á Íslandi. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Eigandi netspilavítisins BoDog segist ætla að flytja netstarfsemi sína til íslenska gagnaversins Thor Data Center. Þetta kemur fram í umfjöllun á vefsíðunni onlinecasino.com. Samkvæmt upplýsingum frá gagnaverinu hafa þó engir samningar verið gerðir og er málið allt á könnunarstigi. Talsmaður Thor Data Center segir í samtali við Vísi að umrætt netspilavíti sé aðeins einn af fjölmörgum aðilum sem hafi sýnt gagnaverinu áhuga. Málið sé þó engan veginn komið eins langt og skilja megi á fréttinni á onlinecasino.com. Eigandi spilavítisins hafi vissulega haft samband og kynnt sér það sem Thor Data Center hafi upp á að bjóða en að engir samningar hafi þó verið undirritaðir. Eigandi BoDog, Calvin Ayre, virðist því hafa farið eilítið fram úr sér. Hann bendir á í samtali við vefsíðuna að hann hafi valið Thor Data Center á Íslandi því það sé í hópi umhverfisvænustu gagnavera heimsins. Fram kemur að Ayre telji það mikilvægt að þeir sem reka spilavíti á netinu taki frumkvæði í því að draga úr losun kolefna í andrúmsloftið. Það geti þeir gert með því að versla við gagnaver sem eru umhverfisvæn eins og Thor Data Center. Það fylgir sögunni að rekstur netspilavíta á borð við BoDog sé einhver gróðavænlegasta starfsemi sem fram fer á netinu. Thor Data Center var tekið í notkun í sumar og er það gagnaver í heiminum sem veldur minnstri röskun á umhverfinu samkvæmt tilkynningu sem gefin var út. Bæði er það vegna nýrrar gámatækni sem gagnaverið notar, en ekki síst vegna þess að það nýtir einungis endurnýjanlega orku frá íslenskum gufuaflsvirkjunum. Gagnaverið hefur tryggt sér 3,2 megawatta raforku frá HS Orku á Suðurnesjum og ákvæði eru í samningnum um allt að 19,2 megawött ef þörf krefur. Thor er fyrsta gagnaverið af þessum toga sem tekið hefur verið í notkun á Íslandi.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira