Viðskipti innlent

Fiskvinnsla HG lokuð í 3 vikur vegna strandveiða

Samkvæmt frumvarpi sjávarútvegsráðherra, sem nú er til 2. umræðu á Alþingi, verður heimilt að veiða allt að 6.000 tonn af óslægðum bolfiski á strandveiðitímabilinu í sumar.
Samkvæmt frumvarpi sjávarútvegsráðherra, sem nú er til 2. umræðu á Alþingi, verður heimilt að veiða allt að 6.000 tonn af óslægðum bolfiski á strandveiðitímabilinu í sumar.
Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf (HG) segir að loka þurfi fiskvinnslu fyrirtækisins í þrjár vikur í sumar vegna strandveiðanna. Hann segir það „nöturlegt" í viðtali við Fiskifréttir að verið sé að færa atvinnu frá þeim sem hafa lífsviðurværi sitt af sjávarútvegi til „hobbýkarla" eins og hann orðar það.

Fjallað er um málið á vefsíðu LÍÚ. Þar segir að samkvæmt frumvarpi sjávarútvegsráðherra, sem nú er til 2. umræðu á Alþingi, verður heimilt að veiða allt að 6.000 tonn af óslægðum bolfiski á strandveiðitímabilinu í sumar. Í fyrra var heimilt að veiða alls 3.995 tonn. Uppistaðan í veiðunum í fyrra var þorskur og sem dæmi má nefna að 72 strandveiðibátar lönduðu þá hreinum þorskafla úr 777 róðrum.

„Með því að heimila að veiða allt að 6 þúsund tonn af þorski við strandveiðar er verið að rýra kvótann um 4%. Fyrir okkar fyrirtæki þýðir það í kringum 150 tonna skerðingu. Við höfum gert togarann Pál Pálsson ÍS út í 37 ár. Hann hefur skilað að meðaltali um 50 tonnum á viku inn í fiskvinnsluhús okkar," segir Einar Valur í viðtalinu við Fiskifréttir.

„Ef ráðherra ætlar að taka 4% af veiðiheimildum okkar í þorski og færa leigubílstjórum og bankamönnum þýðir það um þriggja vikna stopp í fiskvinnslunni. Það er verið að færa veiðar og vinnslu frá fólki sem hefur lífsviðurværi sitt af sjávarútvegi allt árið yfir til hobbýkarla og það finnst mér vera nöturlegt."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×