Viðskipti innlent

Hagnaður af rekstri móðurfélags Norðuráls

Logan W. Kruger forstjóri Century Aluminium segir að á heildina litið hafa markaðsaðstæður farið batnandi á ársfjórðunginum.
Logan W. Kruger forstjóri Century Aluminium segir að á heildina litið hafa markaðsaðstæður farið batnandi á ársfjórðunginum.

Century Aluminium, móðurfélag Norðuráls á Grundartanga, skilaði 6,3 milljón dollara, eða rúmlega 800 milljóna kr., hagnaði á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er mikill viðsnúningur á rekstri félagsins því 114,6 milljón dollara tap var á rekstrinum á sama tímabili í fyrra.

Fram kemur í tilkynningu um uppgjörið til Kauphallarinnar að Norðurál á Grundartanga hafi framleitt alls 276.000 tonn af áli á ársfjórðungnum. Ennfremur er þess getið að Norðurál haldi áfram að undirbúa framkvæmdir við Helguvíkurálverið af fullum krafti.

Sala Century Aluminium á ársfjórðungnum nam 285,4 milljónum dollara en var 224,6 milljónir dollara á sama tímabili í fyrra. Endurspeglar aukningin þá miklu hækkun sem orðið hefur á álverðinu á milli þessara tímabila þar sem magnið af seldu áli var minna í ár en í fyrra.

Logan W. Kruger forstjóri Century Aluminium segir að á heildina litið hafa markaðsaðstæður farið batnandi á ársfjórðunginum.

„Hvað Helguvíkurverkefni okkar varðar höldum við áfram að undirbúa það að geta hafið framkvæmdir þar af fullum krafti," segir Kruger. „Við teljum að framkvæmdirnar geti hafist seinna á þessu ári."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×