Fleiri fréttir

Vill 50 milljónir frá SPRON

Kröfur í þrotabú SPRON nema um 250 milljörðum króna. Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri, gerir tæplega fimmtíu milljóna króna launakröfu í þrotabúið.

Gamma lækkaði um 0,1%

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 13,7 milljarða viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,1% í 2,7 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 11 milljarða viðskiptum.

Gengi hlutabréfa Bakkavarar hækkaði um 22,22 prósent

Gengi hlutabréfa Bakkavarar hækkaði um 22,22 prósent í Kauphöllinni í dag. Aðeins ein viðskipti standa á bak við hækkunina. Á eftir fylgdi gengi bréfa Marels, sem hækkaði um 1,69 prósent, og Össurar, sem hækkaði um 1,68 prósent. Þá hækkaði gengi hlutabréfa færeyska flugfélagsins Atlantic Petroleum um 0,75 prósent í dag.

Greining dregur úr spá sinni um stýrivaxtalækkun

Greining Íslandsbanka hefur dregið úr spá sinni um stýrivaxtalækkun og reiknar nú með því að peningastefnunefnd Seðlabankans lækki vexti bankans um 0,25-0,50 prósentustig. Í fyrri spá greiningarinnar var gert ráð fyrir 0,50 til 1 prósentustiga lækkun. Vaxtaákvörðnin verður á miðvikudag.

Skiptimynt fékkst upp í 42 milljarða gjaldþrot

Icarus Invest sem áður hét Saxbygg Invest ehf. og var dótturfélag í 100% eigu Saxbygg ehf. á stærsta gjaldþrot sem sést hefur í Lögbirtingablaðinu síðustu mánuðina. Hljóðar það upp á rúma 42 milljarða króna, eða 42.058.386.695 krónur.

Tryggingafélögin endurnýta tjónabúnað

Græn framtíð hefur hafið samstarf við tryggingafélögin Sjóvá, VÍS, Tryggingamiðstöðina og Vörð um endurnýtingu á smáraftækjum sem berast vegna tjónamála. Græn framtíð mun annast flutning á tjónabúnaði fyrir hönd tryggingafélaganna til vottaðra endurvinnslufyrirtækja erlendis sem tryggja endurnýtingu á þeim með ábyrgum hætti.

Heildaraflinn minnkaði um 8,5% í febrúar

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum febrúarmánuði, metinn á föstu verði, var 8,5% minni en í febrúar 2009. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 8,7% miðað við sama tímabil 2009, sé hann metinn á föstu verði.

Tekjubil á Íslandi hefur breikkað frá 2004 til 2009

Tekjubil á Íslandi hefur breikkað ef mið er tekið af þróun Gini-stuðuls og upplýsinga úr lífskjararannsóknum 2004 til 2009. Hlutfall Íslendinga undir lágtekjumörkum hefur hins vegar haldist nær óbreytt á umræddu tímabili.

Áfengisala minnkaði um rúm 13% í febrúar

Sala áfengis minnkaði um 13,1% í febrúar miðað við sama mánuð árið áður á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum nam samdráttur í veltu áfengis í febrúar 12,7% frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 18,2% hærra í febrúar síðastliðnum en í sama mánuð í fyrra.

Bankarnir vilja blása lífi í bónuskerfi starfsmanna

Þreifingar eru um að taka aftur upp bónuskerfi í Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Slíkt kerfi var við lýði í bönkunum fram að hruni haustið 2008. Bónuskerfi hafa ekki verið tekin upp í bönkunum síðan þá. Gangi allt eftir munu bónuskerfin einskorðast við tvö svið, eignastýringu og fyrirtækjaráðgjöf.

Uppbygging í óvissu á Hljómalindarreit

Algjör óvissa ríkir um uppbyggingu á Hljómalindarreitnum svokallaða en fasteignafélagið Festar ehf., sem á flestar eignir þar, stendur afar illa. Fyrirtækið skuldaði tæpar 1.800 milljónir króna samkvæmt ársskýrslu 2008 og eigið fé fyrirtækisins var neikvætt um tæpar 700 milljónir króna. Langstærstur hluti skuldanna er við Landsbankann, eða um 1.250 milljónir króna. Stærstur hluti skuldanna er gengistryggður og því má gera ráð fyrir að staða fyrirtækisins sé mun verri nú en í lok árs 2008.

Afturkallar greiðslu upp á fimm milljarða

Skiptastjóri Milestone mun afturkalla greiðslur upp á 5,2 milljarða króna til Ingunnar Wernersdóttur, systur Wernersbræðra. Þeir keyptu Ingunni út með láni frá Milestone upp á rúma 5 milljarða króna en greiddu það aldrei upp.

Sprotafyrirtæki: Bankar sýna lítinn áhuga

Bankar sýna sprotafyrirtækjum lítinn áhuga og stuðningur hins opinbera er of takmarkaður að mati þeirra sem starfa við uppbyggingu slíkra fyrirtækja. Frumkvöðlastarfsemi hefur þó sprungið út eftir að kreppan skall á og ásókn í styrki margfaldast.

Yfir 6.000 félög skila ekki ársreikningi fyrir 2008

Alls eiga 6.171 starfandi félög á Íslandi eftir að skila ársreikningi vegna ársins 2008. Samkvæmt lögum um skil á ársreikningum, sem samþykkt voru fyrir tveimur árum, ber félögum að skila reikningum eigi síðar en átta mánuðum eftir lok reikningsárs. Sá frestur rann út í ágústlok í fyrra.

Alþjóðadagur neytendaréttar á morgun

Alþjóðadagur neytendaréttar er haldinn á morgun og vekja Neytendasamtökin athygli á nokkrum báráttumálum í tilefni þess. Vilja samtökin að komið verði upp raunhæfum neysluviðmiðum hér á landi, þar sem tekið sé mið af eðlilegri neyslu en ekki sultarneyslu eins og nú sé gert.

Ekki dómur um lögmæti gengislána

Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja hafnar því að hægt sé að túlka þau orð hans að óheimilt sé að tengja lánssamninga í íslenskum krónum við erlenda mynt - sem dóm um lögmæti gengistryggðra bíla- og húsnæðislána.

Greining MP Banka spáir hógværri stýrivaxtalækkun

Greining MP Banka telur líklegast er að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda áfram að lækka vexti í bili, en fari þó að öllu með gát vegna aukinnar óvissu um efnahagsáætlunina og erlenda fjármögnun. Því megi reikna með 25 punkta (0,25 prósentustiga) lækkun stýrivaxta á miðvikudaginn kemur.

Deutche bank gæti kært ríkið

Ríkið gæti átt yfir höfði sér málsókn frá Deutsche bank nái hugmyndir félagsmálaráðherra um afskriftir á bílalánum fram að ganga. Þýski bankinn er stærsti lánveitandi Lýsingar, sem færi í þrot. Stjórnvöld eru meðvituð um þessa hættu en telja sig geta komið í veg fyrir málsókn.

Illugi vill afnema dráttarvexti tímabundið

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vill láta afnema dráttarvexti á lán tímabundið og segir ekki skynsamlegt að leggja þá á skuldsetta einstaklinga og heimili í greiðsluvanda. Það sé réttlætismál að leggja ekki refsivexti á fólk sem hafi lent í skuldavanda í kjölfar efnahagshrunsins.

Naumur tími til að taka á skuldavandanum

Íslensk stjórnvöld hafa nauman tíma til að taka á skuldavanda ríkisins, segir sérfræðingur í skuldavanda fullvalda ríkja í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að forðast beri lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Eftirlitið brást hjá Seðlabanka

Hrun íslensku krónunnar árið 2008 má rekja beint til íslensku viðskiptabankanna sem gengu allt of langt í kaupum á erlendum gjaldeyri mánuðina fyrir hrun. Seðlabankinn hafði ekkert eftirlit með viðskiptum bankanna, heldur þvert á móti rýmkaði heimildir um kaup á gjald

Hátt í 40 þúsund hafa nýtt sér úrræði í boði

Af viðskiptavinum Landsbankans og Íslandsbanka hafa 60 prósent nýtt sér sjálfvirka greiðslujöfnun íslenskra íbúðalána, samkvæmt upplýsingum frá bönkunum. Heldur fleiri hafa farið þá leið hjá Arion banka, eða 68 prósent.

Vissi að lánin væru ólögleg fyrir níu árum

Framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja virðist hafa verið fullkunnugt um að gengistrygging íslenskra lána væri brot á lögum - í bréfi sem hann sendi alþingi fyrir níu árum.

Gengi bréfa Atlantic Petroleum féllu um tæp átta prósent

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 7,84 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi bréfa Century Aluminum, sem hækkaði um 0,48 prósent, og Marels, sem hækkaði um 0,28 prósent.

GBI vísitalan óbreytt í 23 milljarða viðskiptum

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI var óbreytt í í dag í miklum viðskiptum. Nam velta skuldabréfa í vísitölunni 23 milljörðum kr. sem er mesta veltan á þessu ári og hefur veltan ekki farið yfir 20 milljarða kr. síðan í byrjun nóvember 2009. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 3,9 milljarða kr. viðskiptum en GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði töluvert eða um 0,5% í 19 milljarða kr. viðskiptum.

ALP bílaleigan kaupir 160 Volkswagen Golf og Polo

Gengið hefur verið frá samningi milli HEKLU og bílaleigunnar ALP, umboðsaðila AVIS og BUDGET á Íslandi, um kaup bílaleigunnar á 160 nýjum Volkswagen Golf og Volkswagen Polo. Hekla mun afhenda bílana á vormánuðum.

Iceland Express sér mikla möguleika í Winnipeg

Matthías Imsland forstjóri Iceland Express sér mikla möguleika á að auknum umsvifum á flugleið félagsins til Winnipeg í Kanada og það áður en félagið hefur flug þangað í sumar.

Vikuveltan á fasteignamarkaði 1.6 milljarður

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 5. mars til og með 11. mars 2010 var 52. Þar af voru 36 samningar um eignir í fjölbýli, 12 samningar um sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.596 milljónir króna og meðalupphæð á samning 30,7 milljónir króna.

Skortstaða bankanna gegn krónunni nam 1.000 milljörðum

Ein af niðurstöðunum í skýrslu Bjarna Kristjánssonar, sem starfaði sem gjaldeyrissérfræðingur hjá Landsbankanum, er að skortstaða íslensku bankanna gegn krónunni rétt fyrir hrunið 2008 hafi numið vel yfir 1.000 milljörðum kr.

Vikur eða mánuðir í nýjan bankastjóra hjá Arion banka

Nýr bankastjóri verður ekki skipaður í Arion banka fyrr en ný stjórn bankans verður skipuð og það gætu verið vikur ef ekki mánuðir í það. FME þarf fyrst að staðfesta hæfi stjórnarmanna í Kaupskilum, móðurfélagi Arion banka, og þegar því er lokið verður lögð fram tillaga að nýrri stjórn Arion banka.

Algjört brjálæði að borga nafnvexti af niðurfærðum lánum

Það er algjört brjálæði að bankarnir rukki vexti af nafnverði lána, þegar búið er að færa lán til heimila niður um helming í bókum bankanna, segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Það sé algjört réttlætismál að heimilin fái leiðréttingu á skuldum og þingmönnum beri skylda til að taka á þessum málum.

Millibankamarkaður hrökk í gang, krónan styrkist

Millibankamarkaðurinn með gjaldeyri hrökk óvænt í gang í gærdag og það er áfram líf á honum í dag. Þetta hefur haft þær jákvæðu afleiðingar að gengi krónunnar hefur styrkst og nemur styrkingin í dag ríflega 0,5%.

VÍ vill harðari reglur í frumvarpi um fjármálafyrirtæki

Viðskiptaráð Íslands (VÍ) hvetur til aukins eftirlits og eftirfylgni með hertari bankareglum og vill að hluta til ganga lengra en nýlegt frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á lögumum fjármálafyrirtæki gerir ráð fyrir.

Greining spáir 8,5% verðbólgu í mars

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,6% í mars. Gangi spáin eftir hækkar verðbólga úr 7,3% í 8,5%.

Microsoft í Bandaríkjunum heiðrar TM Software

Microsoft í Bandaríkjunum hefur veitt íslenska hugbúnaðarfélaginu TM Software viðurkenningu sem mikilvægasti samstarfsaðili þess í tæknilausnum í almannaöryggi. Magnús Ingi Stefánsson hjá TM Software tók við viðurkenningunni á ráðstefnu um almannaöryggi sem haldin var í höfuðstöðvum Microsoft í Redmond í Bandaríkjunum.

Norrænir ráðherrar rífast um Icesave

Mikil óeining er komin upp meðal norrænna ráðamanna um hvort standa eigi fast við þá kröfu að Icesave deilan verði leyst áður en Norðurlöndin reiða fram fjárhagsaðstoð sína til Íslands í gegnum áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).

Gistinóttum fjölgaði um 6,6% í fyrra

Heildarfjöldi gistinátta var 2,9 milljónir árið 2009, en það er um 6,6% aukning frá fyrra ári. Gistinóttum fjölgaði milli ára á öllum tegundum gististaða nema hótelum og gistiheimilum, en þar var fjöldi gistinátta svipaður.

Sparifé í íslenskum bönkum hleðst upp

Sparifé hefur aukist jafnt og þétt síðustu árin og frá mars 2007 til desember 2009 tvöfaldaðist það. Um áramótin voru tæplega sextánhundruð milljarðar á ýmis konar reikningum, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum.

Gengi Össurar í hæstu hæðum

Gengi hlutabréfa Össurar hækkaði um 2,82 prósent í Kauphöllinni í gær og endaði í 182 krónum á hlut. Gengið hefur aldrei verið hærra í krónum talið. Það hefur hins vegar verið hærra miðað við Bandaríkjadal.

Gengi bréfa Bakkavarar féll um tíu prósent

Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um tíu prósent í Kauphöllinni í dag en þetta er mesta lækkunin á hlutabréfamarkaði í dag. Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, sem lækkaði um 0,48 prósent, og gengi bréfa Færeyjabanka, sem lækkaði um 0,32 prósent.

Skuldabréfaviðskipti fyrir 7,4 milljarða

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,05% í dag í 7,4 milljarða viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 3 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði lítillega í 4,4 milljarða viðskiptum.

Mikill hugur í fulltrúum sprotafyrirtækja

300 manns sóttu ársfund Nýsköpunarmiðstöðvar sem haldinn var á Hilton Reykjavík Nordica í morgun. Mikill hugur var í fulltrúum sprotafyrirtækja á fundinum og sögðu fimm frumkvöðlar á frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar frá góði gengi, þar á meðal leikjafyrirtækið Dexoris en Iphone tölvuleikur fyrirtækisins, Audiopuzzle, hefur verið valinn næstbesti tónlistarleikur ársins 2009.

Sjá næstu 50 fréttir