Uppbygging í óvissu á Hljómalindarreit 15. mars 2010 05:00 Hljómalindarreiturinn Búið er að teikna upp nýjan Hljómalindarreit þar sem er gert ráð fyrir hóteli og þjónustu. Óvíst er hvað gerist nú þar sem Festar gæti verið á leið í þrot. mynd/arkitektur.is Algjör óvissa ríkir um uppbyggingu á Hljómalindarreitnum svokallaða en fasteignafélagið Festar ehf., sem á flestar eignir þar, stendur afar illa. Fyrirtækið skuldaði tæpar 1.800 milljónir króna samkvæmt ársskýrslu 2008 og eigið fé fyrirtækisins var neikvætt um tæpar 700 milljónir króna. Langstærstur hluti skuldanna er við Landsbankann, eða um 1.250 milljónir króna. Stærstur hluti skuldanna er gengistryggður og því má gera ráð fyrir að staða fyrirtækisins sé mun verri nú en í lok árs 2008. Festar ehf. eru í eigu Benedikts T. Sigurðssonar húsasmíðameistara sem fór mikinn í kaupum á húsnæði á og við Laugaveg árin fyrir efnahagshrun. Hugmyndir voru uppi um að reisa hótel, verslunar-, veitinga- og þjónusturými á Hljómalindarreitnum. Hjá borgaryfirvöldum liggja fyrir teikningar að nýju skipulagi en nú er óvíst hvað verður. Benedikt segist hafa verið að vinna í því að leysa vanda Festa ehf. með Landsbankanum. Ekki sé þó komin niðurstaða í málið. Hann segir að fyrirtækið hafi ekki getað staðið í skilum með lán. Spurður hvort hann óttist að missa fyrirtækið segir Benedikt: „Það getur alveg gerst. En það er eitthvað sem er ekki hægt að segja til um á þessari stundu. Við vitum ekki hvað þessi lægð varir lengi en við vitum að fasteignirnar fara ekkert. Þær eru þarna og bankinn er með tryggingu í þeim.“ Benedikt segir að í hans huga snúist málið um hvort bankinn hafi þolinmæði til að láta verðfall fasteigna líða yfir og að ráðist verði í framkvæmdir. „Það hafa ekki komið fram neinar aðrar hugmyndir frá bankanum. Það er vissulega ekki áhugavert að fara í svona verkefni í dag en þó vita allir sem hafa komið að því að það mun verða þörf á svona húsnæði í nánustu framtíð því það er það mikil niðurníðsla á miðborgarsvæðinu,“ segir Benedikt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er verið að skoða mál Festa ehf. hjá Landsbanka Íslands og talið að þau muni skýrast innan tveggja mánaða. kristjan@frettabladid.is Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Algjör óvissa ríkir um uppbyggingu á Hljómalindarreitnum svokallaða en fasteignafélagið Festar ehf., sem á flestar eignir þar, stendur afar illa. Fyrirtækið skuldaði tæpar 1.800 milljónir króna samkvæmt ársskýrslu 2008 og eigið fé fyrirtækisins var neikvætt um tæpar 700 milljónir króna. Langstærstur hluti skuldanna er við Landsbankann, eða um 1.250 milljónir króna. Stærstur hluti skuldanna er gengistryggður og því má gera ráð fyrir að staða fyrirtækisins sé mun verri nú en í lok árs 2008. Festar ehf. eru í eigu Benedikts T. Sigurðssonar húsasmíðameistara sem fór mikinn í kaupum á húsnæði á og við Laugaveg árin fyrir efnahagshrun. Hugmyndir voru uppi um að reisa hótel, verslunar-, veitinga- og þjónusturými á Hljómalindarreitnum. Hjá borgaryfirvöldum liggja fyrir teikningar að nýju skipulagi en nú er óvíst hvað verður. Benedikt segist hafa verið að vinna í því að leysa vanda Festa ehf. með Landsbankanum. Ekki sé þó komin niðurstaða í málið. Hann segir að fyrirtækið hafi ekki getað staðið í skilum með lán. Spurður hvort hann óttist að missa fyrirtækið segir Benedikt: „Það getur alveg gerst. En það er eitthvað sem er ekki hægt að segja til um á þessari stundu. Við vitum ekki hvað þessi lægð varir lengi en við vitum að fasteignirnar fara ekkert. Þær eru þarna og bankinn er með tryggingu í þeim.“ Benedikt segir að í hans huga snúist málið um hvort bankinn hafi þolinmæði til að láta verðfall fasteigna líða yfir og að ráðist verði í framkvæmdir. „Það hafa ekki komið fram neinar aðrar hugmyndir frá bankanum. Það er vissulega ekki áhugavert að fara í svona verkefni í dag en þó vita allir sem hafa komið að því að það mun verða þörf á svona húsnæði í nánustu framtíð því það er það mikil niðurníðsla á miðborgarsvæðinu,“ segir Benedikt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er verið að skoða mál Festa ehf. hjá Landsbanka Íslands og talið að þau muni skýrast innan tveggja mánaða. kristjan@frettabladid.is
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira