Viðskipti innlent

Illugi vill afnema dráttarvexti tímabundið

Illugi Gunnarsson.
Illugi Gunnarsson.

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vill láta afnema dráttarvexti á lán tímabundið og segir ekki skynsamlegt að leggja þá á skuldsetta einstaklinga og heimili í greiðsluvanda. Það sé réttlætismál að leggja ekki refsivexti á fólk sem hafi lent í skuldavanda í kjölfar efnahagshrunsins.

Illugi Gunnarsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja fram frumvarp um tímabundið afnám dráttarvaxta eftir helgi. Hann segir að um það ríki þverpólitísk sátt úr öllum flokkum og bendir hann á að skuldavandi heimilanna sé um leið vandi þjóðarinnar.

Illugi segir ljóst að við þetta muni fjármálafyrirtækin missa spón úr aski sínum en hann bendir á að bankarnir fái nú þegar háa vexti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×