Sprotafyrirtæki: Bankar sýna lítinn áhuga 14. mars 2010 18:29 Bankar sýna sprotafyrirtækjum lítinn áhuga og stuðningur hins opinbera er of takmarkaður að mati þeirra sem starfa við uppbyggingu slíkra fyrirtækja. Frumkvöðlastarfsemi hefur þó sprungið út eftir að kreppan skall á og ásókn í styrki margfaldast. Margir horfa til sprotafyrirtækja og nýsköpunar þegar kemur uppbyggingu hagkerfisins eftir bankahrun. Gríðarlega mikil þekking leystist úr læðingi þegar bankarnir hrundu og nú hefur þessi þekking fundið sér farveg í nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Ásókn í styrki til handa sprotafyrirtækjum hefur margfaldast og til að mynda voru þrefalt fleiri umsóknir sendar Tækniþróunarsjóði á síðasta ári miðað við árið þar á undan en sjóðurinn opnaði í fyrra á fjóra nýja styrktarflokka. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjárfesti í nýsköpunarfyrirtækjum fyrir þrettán hundruð milljónir á síðasta ári. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri sjóðsins segir að kreppan hafi opnað á nýja möguleika. „Það má nú segja að það er ýmislegt jákvætt við kreppuna. Meðal annars að gengið er núna er miklu hagstæðara en áður," segir Finnbogi. Finnbogi telur að möguleikarnir séu miklir hér á landi og horfir meðal annars á fyrirtæki í upplýsinga og heilsutækni sem og í sjávarútvegi. „Okkar sterku hliðar eru þarna í heilsuþætti, í ferðaþjónustu að mínu mati, ég held að það séu gríðarlegir möguleikar þar á næstu árum." Vandamálið er eftir sem áður fjármögnun verkefna. „Það sem við heyrum frá okkar fyrirtækjum og er vandamál að bankarnir eru ekki nógu opnir. það er furðulegt vegna þess að þetta skiptir sköpum á næstu árum að við reynum að efla starfssemi nýrra fyrirækja og þar skiptir lánastarfsmei gríðarlegu máli að bankarnir komi þar að málum," segir Finnbogi. Hjá frumkvöðlasetrinu Innovit hafa menn velt fyrir sér hugmyndum hvernig opna megi fyrir frekari fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum. „Ef við tökum bara land eins og Ísrael sem dæmi þá hafa þeir verið að fara þá leið að ef að einkaðili er reiðubúinn að setja fjármagn inn í einhverja hugmynd þá komi hinn opinberi með fjármagn á móti," segir Kristján Freyr Kristjánsson verkefnastjóri hjá Innovit. Lög sem kveða á um skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa í nýsköpunarfyrirtækjum voru nýlega samþykkt á Alþingi. Íris Krístín Andrésdóttir, hjá leikjafyrirtækinu gogo-gic, segir að meira þurfi að koma til. „Það hefði mátt ganga lengra. Sérstaklega til að styðja við fyrirtæki sem eru að byrja starfsemi sína. Þetta miðast svolítið að því að fyrirtæki séu komin í svolítinn rekstur, að það sé búið að reka fyrirtæki í 2 til 3 ár og þau farin að verða svolítið stöðug." Þátttaka í frumkvöðlakeppni Innovit - Gullegginu - var óvenju góð í ár. Tæplega þrjú hundruð hugmyndir bárust en í fyrra voru þær 120. Kristján segir að framtíðin sé björt. „Þannig að við vonum að þetta haldi áfram að vaxa og verða stærra og betra í framtíðinni og verði hérna einvher fleiri góð og öflug störf hérna á Íslandi náinni framtíð." Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Bankar sýna sprotafyrirtækjum lítinn áhuga og stuðningur hins opinbera er of takmarkaður að mati þeirra sem starfa við uppbyggingu slíkra fyrirtækja. Frumkvöðlastarfsemi hefur þó sprungið út eftir að kreppan skall á og ásókn í styrki margfaldast. Margir horfa til sprotafyrirtækja og nýsköpunar þegar kemur uppbyggingu hagkerfisins eftir bankahrun. Gríðarlega mikil þekking leystist úr læðingi þegar bankarnir hrundu og nú hefur þessi þekking fundið sér farveg í nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Ásókn í styrki til handa sprotafyrirtækjum hefur margfaldast og til að mynda voru þrefalt fleiri umsóknir sendar Tækniþróunarsjóði á síðasta ári miðað við árið þar á undan en sjóðurinn opnaði í fyrra á fjóra nýja styrktarflokka. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjárfesti í nýsköpunarfyrirtækjum fyrir þrettán hundruð milljónir á síðasta ári. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri sjóðsins segir að kreppan hafi opnað á nýja möguleika. „Það má nú segja að það er ýmislegt jákvætt við kreppuna. Meðal annars að gengið er núna er miklu hagstæðara en áður," segir Finnbogi. Finnbogi telur að möguleikarnir séu miklir hér á landi og horfir meðal annars á fyrirtæki í upplýsinga og heilsutækni sem og í sjávarútvegi. „Okkar sterku hliðar eru þarna í heilsuþætti, í ferðaþjónustu að mínu mati, ég held að það séu gríðarlegir möguleikar þar á næstu árum." Vandamálið er eftir sem áður fjármögnun verkefna. „Það sem við heyrum frá okkar fyrirtækjum og er vandamál að bankarnir eru ekki nógu opnir. það er furðulegt vegna þess að þetta skiptir sköpum á næstu árum að við reynum að efla starfssemi nýrra fyrirækja og þar skiptir lánastarfsmei gríðarlegu máli að bankarnir komi þar að málum," segir Finnbogi. Hjá frumkvöðlasetrinu Innovit hafa menn velt fyrir sér hugmyndum hvernig opna megi fyrir frekari fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum. „Ef við tökum bara land eins og Ísrael sem dæmi þá hafa þeir verið að fara þá leið að ef að einkaðili er reiðubúinn að setja fjármagn inn í einhverja hugmynd þá komi hinn opinberi með fjármagn á móti," segir Kristján Freyr Kristjánsson verkefnastjóri hjá Innovit. Lög sem kveða á um skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa í nýsköpunarfyrirtækjum voru nýlega samþykkt á Alþingi. Íris Krístín Andrésdóttir, hjá leikjafyrirtækinu gogo-gic, segir að meira þurfi að koma til. „Það hefði mátt ganga lengra. Sérstaklega til að styðja við fyrirtæki sem eru að byrja starfsemi sína. Þetta miðast svolítið að því að fyrirtæki séu komin í svolítinn rekstur, að það sé búið að reka fyrirtæki í 2 til 3 ár og þau farin að verða svolítið stöðug." Þátttaka í frumkvöðlakeppni Innovit - Gullegginu - var óvenju góð í ár. Tæplega þrjú hundruð hugmyndir bárust en í fyrra voru þær 120. Kristján segir að framtíðin sé björt. „Þannig að við vonum að þetta haldi áfram að vaxa og verða stærra og betra í framtíðinni og verði hérna einvher fleiri góð og öflug störf hérna á Íslandi náinni framtíð."
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira