Algjört brjálæði að borga nafnvexti af niðurfærðum lánum Sigríður Mogensen skrifar 12. mars 2010 12:14 "Það er algjört brjálæði að bankarnir rukki vexti af nafnverði lána, þegar búið er að færa lán til heimila niður um helming í bókum bankanna", segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Það sé algjört réttlætismál að heimilin fái leiðréttingu á skuldum og þingmönnum beri skylda til að taka á þessum málum.Morgunblaðið greinir frá því í dag að lán til viðskiptavina bankanna hafi verið færð á meira en helmingsafslætti yfir í nýju bankana í október 2008. Sambærilegar tölur voru birtar í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í kjölfar fyrstu endurskoðunar á efnahagsáætlun Íslands, sem Viðskiptablaðið greindi frá.Tryggvi Þór Herbertsson segir að þetta staðfesti það sem menn héldu fram fyrir rúmu ári síðan. Að svigrúm væri til að afskrifa hluta af lánum heimilanna.„Bankarnir sitja núna með þessi lán afskrifuð á bókum sínum og láta almenning síðan borga vexti af nafnverðinu, sem er algjört brjálæði og sýnir óréttlætið í þessari meðferð," segir Tryggvi.Með tilliti til þess forsendubrests sem orðið hefur í lánasamningum segist Tryggvi vilja sjá aðgerðir. „Það er náttúrulega algjört réttlætismál að taka á þessum málum," segir hann.Tryggvi segir að afskriftirnar séu miðaðar við að það sé gengið hart fram gagnvart öllum og óumflýjanlega fari einhver heimili í þrot. En með því að afskrifa bæti bankarnir lánasöfnin, því fleiri geti staðið í skilum og innheimturnar verði betri. Með þeirri aðferð sé hægt að leiða afskriftirnar frá bönkunum og beint til heimila. Tryggvi hefur haldið þessu fram í rúmt ár en ekki fengið miklar undirtektir.„Við skulum vona að þessar upplýsingar nýtist mönnum og þeir skammist til að fara að gera eitthvað," segir Tryggvi. Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
"Það er algjört brjálæði að bankarnir rukki vexti af nafnverði lána, þegar búið er að færa lán til heimila niður um helming í bókum bankanna", segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Það sé algjört réttlætismál að heimilin fái leiðréttingu á skuldum og þingmönnum beri skylda til að taka á þessum málum.Morgunblaðið greinir frá því í dag að lán til viðskiptavina bankanna hafi verið færð á meira en helmingsafslætti yfir í nýju bankana í október 2008. Sambærilegar tölur voru birtar í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í kjölfar fyrstu endurskoðunar á efnahagsáætlun Íslands, sem Viðskiptablaðið greindi frá.Tryggvi Þór Herbertsson segir að þetta staðfesti það sem menn héldu fram fyrir rúmu ári síðan. Að svigrúm væri til að afskrifa hluta af lánum heimilanna.„Bankarnir sitja núna með þessi lán afskrifuð á bókum sínum og láta almenning síðan borga vexti af nafnverðinu, sem er algjört brjálæði og sýnir óréttlætið í þessari meðferð," segir Tryggvi.Með tilliti til þess forsendubrests sem orðið hefur í lánasamningum segist Tryggvi vilja sjá aðgerðir. „Það er náttúrulega algjört réttlætismál að taka á þessum málum," segir hann.Tryggvi segir að afskriftirnar séu miðaðar við að það sé gengið hart fram gagnvart öllum og óumflýjanlega fari einhver heimili í þrot. En með því að afskrifa bæti bankarnir lánasöfnin, því fleiri geti staðið í skilum og innheimturnar verði betri. Með þeirri aðferð sé hægt að leiða afskriftirnar frá bönkunum og beint til heimila. Tryggvi hefur haldið þessu fram í rúmt ár en ekki fengið miklar undirtektir.„Við skulum vona að þessar upplýsingar nýtist mönnum og þeir skammist til að fara að gera eitthvað," segir Tryggvi.
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira