Viðskipti innlent

Commerzbank: Minni snjór en vorið ekki komið á Íslandi

Myndarlegur vöxtur á landsframleiðslu Íslands milli 3. og 4. ársfjórðungs á síðasta ári hefur vakið athygli erlendis. Antja Praefcke greinandi hjá Commerzbank í Þýskalandi segir að þótt tölurnar séu huggulegar sé vorið ekki alveg handan við hornið í íslensku efnahagslífi.

Þetta kemur fram í frétt á Reuters undir fyrirsögninni „Ísland fær sjaldséðar gleðifréttir rétt fyrir atkvæðagreiðsluna". Reuters er þarna væntanlega að vísa í þjóðaratkvæðagreiðsluna á morgun.

„Þetta eru huggulegar tölur en vorið er ekki enn komið," segir Praefcke í samtali við Reuters. „Kannski hefur dregið úr snjókomunni en þetta er ekki vor."

Í samtalinu við Reuters bendir Praefcke jafnframt á að Seðlabanki Íslands búist við áframhaldandi samdrætti í efnahagslífinu og að þjóðaratkvæðagreiðslan gæti dregið efnahagsbatann á langinn.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×