Viðskipti innlent

ÍLS kaupir tvö íbúðalánasöfn fyrir 16 milljarða

Stjórn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) samþykkti á fundi sínum 4. mars 2010, kaup ÍLS á íbúðalánasafni Dróma hf. (áður SPRON) og Frjálsa fjárfestingarbankans hf. samkvæmt heimildum í lögum, að fjárhæð 16 milljarðar króna.

Þetta segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. Fram kemur að kaupin eru gerð með fyrirvara um nýtingu forkaupsréttar þriðja aðila.

Í kjölfar kaupanna er gert ráð fyrir að endurskoðuð útgáfuáætlun ÍLS muni leiða til þess að útgáfa sjóðsins á íbúðabréfum verði aukin um allt að 8 milljarða króna að nafnverði á árinu 2010.

Endurskoðaðar áætlanir ÍLS verða birtar fyrir 15. Mars næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×