Viðskipti innlent

SI: Helgi Magnússon endurkjörinn formaður

Helgi Magnússon var endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarinn (SI) á aðalfundi samtakanna í morgun.

Vilborg Einarsdóttir, Sigsteinn P. Grétarssson og Bolli Árnason eru nýir stjórnarmenn Samtaka iðnaðarins.

Í tilkynningu segir að fyrir í stjórn Samtakanna eru: Aðalheiður Héðinsdóttir Kaffitár ehf., Andri Þór Guðmundsson Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf., Loftur Árnason ÍSTAK hf. og Tómas Már Sigurðsson, Alcoa Fjarðaál sf.

Þessi fjögur komu næst að atkvæðatölu og eru kjörin til setu í ráðgjafaráði Samtaka iðnaðarins til eins árs og eru jafnframt varamenn í stjórn Samtakanna. Þeim er raðað hér í stafrófsröð: Anna María Jónsdóttir, Heilsueyjan ehf., Ingvar Kristinsson, Fjölblendir hf., Hilmar V. Pétursson, CCP hf. og Ólafur Steinarsson Plastprent hf.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×