SI: Skapa þarf 35.000 störf á næstu 10 árum 4. mars 2010 12:29 Í ályktun aðalfundar Samtaka iðnaðarins (SI) segir að stjórnvöld, atvinnurekendur og launþegasamtök verða að leggjast á eitt til að tryggja verðmætasköpun og störf. Á næstu 10 árum þurfi að skapa störf fyrir 35.000 manns. Til þess að svo megi verða þurfa að verða umskipti í efnahags- og atvinnumálum sem leiða til verulegs hagvaxtar. Hér þarf einbeittan vilja og dug til verka. Ályktunin að öðru leyti hljóðar svo: "Þungamiðja uppbyggingar í atvinnulífinu verður að vera örvun gjaldeyrisskapandi greina sem geta skapað arðbær störf. Við blasir að iðnaður og þjónusta verða að bera hitann og þungan af þessari uppbyggingu. Orkuauðlindir og hugvit þarf að virkja jöfnum höndum. Gjaldeyrishöftin verður að afnema. Þau fæla frá fjárfesta og trufla eðlilegt fjárstreymi til og frá landinu. Þá brjóta þau í bága við grundavallarsjónarmið sem íslenska hagkerfið þarf að styðjast við og hefur skuldbundið sig til með EES-samningnum. Uppbygging verður ekki án stöðugleika í gengismálum. Stjórnvöld verða að setja fram trúverðuga leið í gjaldmiðilsmálum til skamms og langs tíma. Hagsæld og velferð verður ekki tryggð á Íslandi án vaxtar og nýsköpunar. Vöxtinn þarf að sækja til atvinnustarfsemi sem skapar eins mikinn virðisauka og kostur er, greiðir góð laun og skapar þjóðarbúinu tekjur. Stóraukin skattheimta vinnur gegn þessum markmiðum. Ísland hefur sótt um aðild að ESB og samningaviðræður hefjast innan skamms. Áríðandi er að samningaferlið verði opið og gagnsætt og kappkostað verði að ná niðurstöðu þar sem heildarhagsmunir bæði fólks og fyrirtækja verði hafðir að leiðarljósi. Á liðnu ári hefur því miður orðið framhald á sundurlyndi og stefnuleysi stjórnmálamanna og stjórnvalda sem bera ábyrgð á verkstjórn og úrlausn ýmissa lykilþátta. Hér verður að gera bragarbót. Erfið verkefni krefjast samvinnu, festu og ábyrgðar." Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Í ályktun aðalfundar Samtaka iðnaðarins (SI) segir að stjórnvöld, atvinnurekendur og launþegasamtök verða að leggjast á eitt til að tryggja verðmætasköpun og störf. Á næstu 10 árum þurfi að skapa störf fyrir 35.000 manns. Til þess að svo megi verða þurfa að verða umskipti í efnahags- og atvinnumálum sem leiða til verulegs hagvaxtar. Hér þarf einbeittan vilja og dug til verka. Ályktunin að öðru leyti hljóðar svo: "Þungamiðja uppbyggingar í atvinnulífinu verður að vera örvun gjaldeyrisskapandi greina sem geta skapað arðbær störf. Við blasir að iðnaður og þjónusta verða að bera hitann og þungan af þessari uppbyggingu. Orkuauðlindir og hugvit þarf að virkja jöfnum höndum. Gjaldeyrishöftin verður að afnema. Þau fæla frá fjárfesta og trufla eðlilegt fjárstreymi til og frá landinu. Þá brjóta þau í bága við grundavallarsjónarmið sem íslenska hagkerfið þarf að styðjast við og hefur skuldbundið sig til með EES-samningnum. Uppbygging verður ekki án stöðugleika í gengismálum. Stjórnvöld verða að setja fram trúverðuga leið í gjaldmiðilsmálum til skamms og langs tíma. Hagsæld og velferð verður ekki tryggð á Íslandi án vaxtar og nýsköpunar. Vöxtinn þarf að sækja til atvinnustarfsemi sem skapar eins mikinn virðisauka og kostur er, greiðir góð laun og skapar þjóðarbúinu tekjur. Stóraukin skattheimta vinnur gegn þessum markmiðum. Ísland hefur sótt um aðild að ESB og samningaviðræður hefjast innan skamms. Áríðandi er að samningaferlið verði opið og gagnsætt og kappkostað verði að ná niðurstöðu þar sem heildarhagsmunir bæði fólks og fyrirtækja verði hafðir að leiðarljósi. Á liðnu ári hefur því miður orðið framhald á sundurlyndi og stefnuleysi stjórnmálamanna og stjórnvalda sem bera ábyrgð á verkstjórn og úrlausn ýmissa lykilþátta. Hér verður að gera bragarbót. Erfið verkefni krefjast samvinnu, festu og ábyrgðar."
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira