Viðskipti innlent

Bankarnir ógna samkeppni

Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Nýtt frumvarp viðskiptaráðherra um lög um fjármálafyrirtæki setur bönkum ekki nægilega skýr skilyrði varðandi eignarhald fyrirtækja, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið telur að fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið sé hætta á að bankarnir ógni samkeppni því frumvarpið seti bönkum ekki nægilega skýr skilyrði varðandi eignarhald fyrirtækja.

Frumvarpið tekur til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki og hefur það verið í smíðum í viðskiptaráðuneytinu í tæpt ár. Í áliti sem Félag atvinnurekenda hefur skilað til viðskiptanefndar Alþingis er gagnrýnt að í frumvarpinu sé fátt sem takmarki hversu lengi bankarnir geti átt fyrirtæki í atvinnurekstri eða hvenær þau skuli seld. Nauðsynlegt sé að setja bönkunum mun þrengri ramma um inngrip í samkeppnismarkaði.

Í verklagsreglum fjármálafyrirtækja er sagt að „stefna skal að því að selja eignarhluti í fyrirtækjum eins fljótt og hagkvæmt er." Þetta orðalag er ekki fullnægjandi, að mati félagsins.

„Félagsmenn í Félagi atvinnurekenda eru mjög uggandi vegna þessa máls. Þeir telja að ríkisstjórnin hafi lofað að standa vörð um samkeppni. Eðlilegast sé að fyrirtæki í eigu bankanna séu seld í opnu og gagnsæju ferli og tryggt sé með lögum að hlutverk bankanna sé að lána íslensku atvinnulífi en ekki reka það. Reynslan af hinu síðarnefnda er slæm," segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×