Fleiri fréttir

Segir vaxtadag Seðlabankans á morgun vera óþarfan

Greining Glitnis segir að vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans á morgun sé í raun óþarfur þar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefur í samvinnu við ríkisstjórnina tekið við stjórnun peningamála, a.m.k tímabundið.

Marel og Bakkavör hækka í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems, sem skilaði góðu uppgjöri í gær, hækkaði talsvert í Kauphöllinni í byrjun dags, eða um 3,45 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa í Bakkavör um 0,88 prósent á fyrsta stundarfjórðungi dagsins eftir tólf prósenta fall í gær.

Óbreyttir vextir á óvissutíma

Hluti af því að endurvekja traust á hagstjórn landsins er að bankastjórn Seðlabanka Íslands víki. Þetta er samdóma álit skuggabankastjórnar Markaðarins, en hana skipa Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands.

Bankahólfið: Engin þota

Vart varð þverfótað fyrir einkaþotum á Reykjavíkurflugvelli á síðasta ári. Þotunum hefur nú fækkað um eina en Bakkabræður hafa losað sig við skýjafákinn.

Hreinn Loftsson kaupir Birtíng

Austursel ehf sem er alfarið í eigu Hreins Loftssonar stjórnarmanns í Baugi, hefur keypt útgáfufélagið Birtíng ehf. Aðaleigandi Birtíngs fyrir þessi viðskipti voru Stoðir Invest, sem er í meirihluta eigu Gaums félags Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu.

Reyna að rifta ákvörðun stjórnar gamla Kaupþings

Skömmu eftir yfirlýsingu frá fyrrverandi stjórn Kaupþings sendi nýja stjórnin frá sér yfirlýsingu. Í fyrri yfirlýsingunni kemur fram að persónulegar ábyrgðir starfsmanna vegna hlutabréfakaupa í Kaupþing hafi verið felldar niður þann 25.september sl. Nýja stjórnin segir hinsvegar að hún ætli að fá állit utanaðkomandi lögmanns um hvort ákvörðunin sé riftanleg. Þegar slík álitsgerð liggi fyrir muni stjórn bankans innheimta umræddar kröfur.

Peningarnir ekki fengnir úr Landsbankanum

Það hefur ekkert breyst varðandi eignarhald á fjölmiðlum 365 frá því á föstudag, segir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður 365 hf og stofnandi Rauðsólar.

Atorka og Bakkavör féllu í dag

Gengi hlutabréfa í Atorku féll um 23,08 prósent í dag og Bakkavarar um 12,05 prósent. Þetta er eina lækkun dagsins í Kauphöllinni og dró Úrvalsvísitöluna niður.

Skuldabréf Landsbankans metin á 1,25% af nafnverði

Uppboði með skuldatryggingar á skuldabréfum Landsbankans er nú lokið. Niðurstaðan varð sú að seljendu trygginganna verða að borga 98,75% af nafnverði bréfanna til þeirra sem tryggðu bréfin. Voru bréfin því metin á 1,25% af nafnverði.

Samson eignarhaldsfélag gjaldþrota

Það var ekkert inni í félaginu til að mæta skuldbindingum þess, segir Ásgeir Friðgeirsson. Hann er talsmaður Björgólfsfeðga sem eiga Samson. Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði þeim í dag um áframhaldandi greiðslustöðvun.

Atorka greiddi hæstu meðallaunin á síðasta ári

Atorka Group greiddi hæstu meðallaunin á Íslandi á síðasta ári samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Meðallaunin þar námu rétt tæpum 15 milljónum kr. á árinu.

Sögulegur listi Frjálsrar verslunar yfir 300 stærstu

Frjáls verslun birtir í dag lista sinn yfir 300 stærstu fyrirtækin á Íslandi á síðasta ári. Segir í blaðinu að listann beri að skoða í sögulegu ljósi enda mörg af toppfélögunum á honum horfin eins og t.d. Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir sem skipa þrjú efstu sætin.

Færeyjabanki hækkar mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði um 3,48 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Þá hækkaði Össur um 1,12 prósent. Bakkavör lækkaði á móti um 1,191 prósent.

Íhugar að kæra einstaka stjórnarmenn Glitnis

Stjórnarformaður Útflutningsbankastofnunar ríkis og fjármálafyrirtækja, Eksportfinans, í Noregi íhugar að kæra stjórnarmenn í gamla Glitni á Íslandi til lögreglu ef stofnunin fái ekki án tafar til baka þær 415 milljónir norskra króna sem hún telur að Glitnir hafi stungið undan.

Hagnaður Færeyjabanka eykst um 100%

Færeyjabanki hagnaðist um 48,8 milljónir danskra króna, jafnvirði eins milljarðs króna, á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 22,2 milljónum króna og hefur hann því aukist um 119 prósent á milli ára.

BT óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í dag

Á undanförnum dögum og vikum hefur verið róið að því öllum árum að tryggja áframhaldandi rekstur BT í óbreyttri mynd en án árangurs. Óskað var eftir gjaldþrotaskiptum í dag, mánudag.

Ein lánalína til og frá landinu

Ef Sparisjóðabankinn fer í þrot, sem líkur eru á að gerist, verður hér aðeins ríkisbankastarfsemi. Það þýddi ein lánalína til og frá landi með tilheyrandi áhættu, segir bankastjóri Sparisjóðabankans.

Icelandic Group: 160 milljón evra hlutafjáraukning

Stjórn Icelandic Group hf. hefur boðað til hluthafafundar þriðjudaginn 11. nóvember nk. Fyrir fundinn verður lögð tillaga um lækkun hlutafjár til jöfnunar á uppsöfnuðu tapi og í kjölfarið tillaga um hlutafjárhækkun. Verði tillögurnar samþykktar mun Eignarhaldsfélagið IG ehf., sem m.a. er í eigu Brims hf. og Hraðfrystihússins Gunnvarar hf., skrá sig fyrir hlutafjáraukningunni og um leið verða stærsti hluthafi Icelandic Group.

Engin ákvörðun verið tekin um uppgjör skulda í Kaupþingi

Tölvupóstar hafa gengið ljósum logum um Netheima í dag þar sem því er haldið fram að skuldir yfirmanna hjá Kaupþingi við bankann hafi verið strikaðar út. Þetta hafi verið ákveðið til þess að viðkomandi aðilar kæmust hjá gjaldþroti, en stjórnendur banka mega ekki vera gjaldþrota samkvæmt lögum. Vísir hefur leitað eftir viðbrögðum frá bankanum í dag og hefur bankinn sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu.

Century Aluminum hækkaði mest

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hækkaði um 19,46 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi bréfa í hinum færeyska Eik banka, sem fór upp um 2,77 prósent.

Krónan fellur um 4,6 prósent

Gengi íslensku krónunnar féll óvænt um 4,6 prósent á gjaldeyrismarkaði í dag og rauk gengisvísitalan upp í 217 stig áður en hún tók að gefa lítillega eftir. Til marks um hreyfinguna stóð gengisvísitalan í kringum 207 stig frameftir degi og þar til hún skaust upp á við eftir hádegið.

Fjármagnsflótti frá landinu upp á hundruði milljarða kr. framundan

Greining Glitnis gerir ráð fyrir því að erlendir fjárfestar muni grípa fyrsta tækifæri sem gefst til að losa sig við nokkur hundruð milljarða kr. í bréfum Seðlabankans. Þetta gerist um leið og krónan verður sett á flot aftur og skiptir þá engu hve háir stýrivextirnir verða.

Samkomulag um yfirtöku Árvakurs á Fréttablaðinu stendur

Það hefur enginn stefnubreyting orðið af hálfu 365 varðandi það samkomulag sem gert var um að Fréttablaðið renni inn í Árvakur og 365 eignist hlut í félaginu. Þetta segir Ari Edwald, forstjóri 365, í samtali við Vísi.

Spáir óbreyttum stýrivöxtum

Greining Glitnir gerir ráð fyrir að stýrivextir Seðlabankans verði óbreyttir í 18% eftir vaxtaákvörðunardag bankans næstkomandi fimmtudag.

Viðar nýr forstjóri Landic

Viðar Þorkelsson hefur verið ráðinn forstjóri fasteignafélagsins Landic Property í stað Skarphéðins Berg Steinarssonar og tekur strax til starfa.

Bakkavör hækkar á rólegum degi

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hækkaði um 1,35 prósent í einum viðskiptum upp á 40 þúsund krónur í Kauphöllinni í dag. Þetta er jafnframt eina hreyfingin á íslenskum hlutabréfamarkaði.

Segir söluna á 365 miðlum gerða að tillögu Landsbankans

Ari Edwald forstjóri 365 hf. segir að salan á 365 miðlum ehf. hefi verið gerð að tillögu Landsbankans. Raunar sé réttara að segja að um hlutafjáraukningu hjá 365 hf. sé að ræða frekar en beina sölu og geti aðrir hluthafar 365 hf. komið þar inn í fyrir 20. nóvember.

Nauðsynlegt að bjarga Skífunni

Það yrði gífurlegt áfall fyrir Senu ef að Skífan færi í gjaldþrot og aðgengi Senu að geisladiskamarkaðnum myndi stöðvast. Þetta er ástæða þess að Sena ákvað að kaupa Skífuna af Árdegi. Samningar þess efnis voru undirritaðir í gær.

Icesave-peningar ekki til Marels

Inneignir Icesave-reikninga í Hollandi fóru ekki í að fjármagna kaup Marel Food Systems á Stork Food Systems.

Segja að Baugur geti komið Íslandi til bjargar

Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs og Gunnar Sigurðsson forstjóri fyrirtækisins segja báðir að fyrirtækið geti staðið af sér þann ólgusjó sem það hefur komist í. Þeir geti jafnvel hjálpað til við að koma Íslandi út úr efnahagsneyðinni sem landið er nú statt í. Þetta segja þeir í samtali við breska blaðið Financial Time.

Sena kaupir Skífuna

Afþreyingafyrirtækið Sena hefur keypt Skífuna, sem rekur verslanir í Kringlunni, á Laugavegi og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, af Árdegi. Samningur þess efnis var undirritaður í gær.

Sjá næstu 50 fréttir