Viðskipti innlent

Atorka greiddi hæstu meðallaunin á síðasta ári

Atorka Group greiddi hæstu meðallaunin á Íslandi á síðasta ári samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Meðallaunin þar námu rétt tæpum 15 milljónum kr. á árinu.

Í öðru sæti kemur Landic Property með meðallaun upp á 14,5 milljónir kr..

Næstir á listanum eru bankarnir þrír, Glitnir, Landsbanki og Kaupþing. Meðallaunin hjá Glitni námu 14,1 milljón kr., hjá Landsbanka voru þau 13,5 milljónir kr. og hjá Kaupþingi 12,6 milljónir kr.

Þau fyrirtæki önnur sem greiddu meir en 10 milljónir kr. í meðallaun á síðasta ári voru Landsafl með 12,6 milljónir, Straumur með 12,5 milljónir, Íslensk endurtrygging með 11,2 milljónir, Fiskvon ehf með rúmlega 11,1 milljón, MP Fjárfestingabanki með tæplega 10,3 milljónir og Tryggingamiðstöðin með rúmlega 10 milljónir kr..










Fleiri fréttir

Sjá meira


×