Fleiri fréttir

Alfesca hækkaði um rúm 27 prósent

Gengi hlutabréfa Alfesca skaust upp um 27,27 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkunin. Á sama tíma féll gengi bréfa í Atorku 23,08 prósent.

Fá greitt 75,1% úr Skammtímasjóði Kaupþings

Hlutdeildarskírteinishafar í Kaupþingi Skammtímasjóði fá greitt úr sjóðnum í dag. Greiðslan nemur 75,1% af eignum sjóðsins miðað við 3. október 2008. Um heildargreiðslu er að ræða.

Akrafellið hættir Íslandssiglingum

Í ljósi þeirra efnahagsþrenginga sem dunið hafa yfir þjóðina og minnkandi vöruinnflutnings til landsins hefur siglingaáætlun Samskipa til og frá Íslandi verið endurskoðuð. Eins og greint var frá í gær munu þrjú skip annast flutninga félagsins á þessari leið, í stað fjögurra áður.

Þriðjungur tekna gufaði upp á einni nóttu

„Það veit enginn," er svar Björgólfs Jóhannssonar forstjóra Icelandair við spurningu Dagens Industri um framtíð Icelandair. Hann leggur þó áherslu á að félagið standi þótt fjármálakrísan á Íslandi hafi leikið það grátt.

Icesave-peningar fóru ekki í kaup á Stork

Inneignir af Icesave-reikningum í Hollandi fóru ekki í að fjármagna kaup Marel Food Systems á Stork Food Systems þar í landi. Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, segir fullyrðingar um annað í hollenska blaðinu Volkskrant vera rangar.

Töluvert dregur úr tapi Atlantic Petroleum

Töluvert dró úr tapi Atlantic Petroleum á þriðja ársfjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Tap félagsins eftir skatt nemur nú tæpum 3,8 milljónum danskra kr. eða um 80 milljónum kr.. Á sama tímabili í fyrra nam tapið rúmlega 11 milljónum danskra kr..

Ólafur Teitur Guðnason ráðinn til Alcan

Ólafur Teitur Guðnason hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Samskiptasviðs Alcan á Íslandi hf. Hann er fæddur 2. október 1973 og er kvæntur Engilbjörtu Auðunsdóttur og eiga þau tvo syni.

Ólafur Teitur hættir hjá Straumi

Ólafur Teitur Guðnason hefur í dag látið af störfum sem fjölmiðlafulltrúi Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. að eigin ósk.

FT fjallar um klofninginn í Sjálfstæðisflokknum vegna ESB

„Fyrsti alvarlegi klofningurinn í Sjálfstæðisflokknum um hvort flokkurinn eigi að ganga í Evrópusambandið er kominn í ljós eftir að varaformaður flokksins braut gegn stefnu hans og sagði að þjóðin ætti að íhuga aðild núna."

Bakkavör hækkar mest í byrjun dags

Bakkavör hefur hækkað um 3,16 prósent í dag og er það mesta hækkun dagsins. Gengið stendur í 4,9 krónum á hlut sem er um tíu aurum undir útboðsgengi bréfa í félaginu fyrir átta árum. Þá hefur Marel hækkað um tæp tvö prósent og bréf Eimskipafélagsins um 0,75 prósent.

Viðsnúningur á vöruskiptunum

Hagstofan hefur birt tölur um vöruskipti við útlönd fyrstu níu mánuði ársins. Vöruskipti í september voru hagstæð um 7,8 milljarða króna. Í mánuðinum voru fluttar út vörur fyrir 50,2 milljarða króna og inn fyrir 42,4 milljarða króna. Þetta er töluverður viðsnúningur því í september í fyrra voru vöruskiptin óhagstæð um 13,8 milljarða króna á sama gengi. Það sem af er ári er halli á vöruskiptunum upp á 42,6 milljarða sem er þó betri útkoma en fyrir ári þegar hallinn var 95,6 milljarðar. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 53,0 milljörðum króna hagstæðari nú en á sama tíma árið áður.

Sterling hrapar til jarðar

Danska flugfélagið Sterling varð gjaldþrota í gærmorgun. Fyrrverandi eigandi Fons, félag í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, er stærsti kröfuhafinn í þrotabúið.

Jón Ásgeir segir sig úr stjórn Magasin og Illum

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur sagt sig úr stjórn Magasin og Illum og lætur um leið af stjórnarformennsku í félaginu. Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs í London mun taka við stöðu Jóns Ásgeirs í stjórninni. Jón hefur hinsvegar tekið við sem stjórnarformaður Iceland í Bretlandi.

Bankinn gerði tvenn mistök þegar Birna reyndi að kaupa í Glitni

Birna Einarsdóttir bankastjóri Nýja Glitnis, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um kaup hennar á hlutabréfum Glitnis sem aldrei voru framkvæmd. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2 á mánudag og síðan hafa fleiri miðlar tekið málið upp. Hún segir mistök innan bankans hafa leitt til þess að Kauphöll hafi ekki verið tilkynnt um að ekkert yrði af kaupunum eftir að upp komst um málið innan bankans. Þá hafi nýr stjórnarformaður tekið við og ákveðið að hlutirnir stæðu Birnu ekki lengur til boða.

Mannabreytingar hjá skilanefnd Glitnis

Ágúst Hrafnkelsson hefur óskað eftir því við forstjóra Fjármálaeftirlitsins að vera leystur frá störfum í skilanefnd Glitnis banka hf.

Actavis stígur fyrstu skrefin inn á Kóreumarkað

Actavis skrifaði í vikunni undir samning við kóreska lyfjafyrirtækið J&M Pharma um dreifingu á lyfjum Actavis í Suður-Kóreu. Þetta eru fyrstu skref Actavis inn á þarlendan lyfjamarkað, en lyf Actavis eru þegar seld í mörgum löndum Asíu og Eyjaálfu, þar á meðal í Singapúr, Hong Kong, Kína, Ástralíu, Indónesíu, Taívan, Malasíu og Víetnam.

Samskip ekki á leið úr landi

Ekki er verið að flytja til neina starfsemi Samskipa á Íslandi og höfuðstöðvar Samskipa hf. eru og verða áfram hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í framhaldi af fréttum í morgun þar sem talað var um að Samskip hefðu flutt höfuðstöðvar sínar til Rotterdam í Hollandi. Félagið ákvað þó að fækka skipum hér á landi úr fjórum í þrjú og í kjölfarið fækkaði starfsfólki.

Segir fimbulvetur framundan í byggingariðnaðinum

Fjármálakreppan virðist ætla að leggjast sérstaklega þungt á byggingariðnaðinn. Fréttir af fjöldauppsögnum úr þeim geira hagkerfisins berast nú nánast daglega. Greining Glitnis fjallar um málið og segir fimbulvetur framundan í byggingariðnaðinum.

Icelandair svífur eitt í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hækkaði um 0,37 prósent í Kauphöllinni í morgun. Fjögur viðskipti voru með hlutabréf fyrsta stundarfjórðunginn fyrir 328.527 krónur.

Bakkavör tapaði 3,8 milljörðum á síðasta fjórðungi

Bakkavör tapaði 19,5 milljónum punda, jafnvirði tæpra 3,8 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 11,3 milljóna punda hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta er 273 prósenta samdráttur á milli ára.

Metur FIH-bankann á 40 milljarða og tap SÍ er því 35 milljarðar kr.

JPMorgan metur verðmæti FIH-bankans á 2 milljarða danskra króna eða rúmlega 40 milljarða króna. Þetta kemur fram á börsen.dk í dag en JPMorgan hefur verið ráðgefandi við sölumeðferðina á FIH að undanförnu. Samkvæmt þessu mun Seðlabanki Íslands tapa 35 milljörðum króna á veði sínu í FIH.

Fá félög keypt og seld jafn oft og Sterling

Danska flugfélagið Sterling hefur skipt um eigendur fjórum sinnum á þremur árum. Pálmi Haraldsson hefur tvívegis átt það, FL Group einu sinni og Northern Travel Holding, eignarhaldsfélag í eigu Pálma og FL Group, einu sinni. Verðmæti félagsins jókst um sextán milljarða á 20 mánuðum.

Gengi álfélagsins hækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hækkaði um 8,51 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi Össur, sem fór upp um 1,17 prósent og Marel, sem hækkaði um 0,14 prósent. Á sama tíma féll gengi bréfa í færeyska bankanum Eik banka um 30,76 prósent í einum viðskiptum upp á 900 danskar krónur.

Sparisjóðabankinn fær frest í tvær vikur

Gengið hefur verið frá samkomulagi við Sparisjóðabankann vegna veðkrafna Seðlabankans upp á rúma 60 milljarða kr. Fær Sparisjóðabankinn tveggja vikna frest til að leysa málið.

Flugvellir og ferðaskrifstofur tapa miklu á gjaldþroti Sterling

Bæði rekstarfélög flugvalla og ferðaskrifstofur munu tapa miklum fjárhæðum á gjaldþroti danska flugfélagsins Sterling. Eftir því sem segir á skandinavíska ferðafréttavefnum takeoff.dk mun Kastrup-flugvöllur missa tíunda hvern farþega sem fer um völlinn og í Billund er hlutfallið 20 prósent.

Harður frostavetur á íslenskum hlutabréfamarkaði

Afar fá viðskipti voru með hlutabréf í upphafi dags í Kauphöllinni í morgun. Þau voru þrjú talsins upp á rétt rúmar 101 þúsund krónur. Aðeins gengi bréfa í Marel hreyfðist úr stað, en það lækkaði um 0,71 prósent. Bréf hinna fyrirtækjanna sem viðskipti voru með, Atorka og Bakkavör, hreyfðust ekki neitt.

Sterling verður lýst gjaldþrota í dag

Flugfélagið Sterling, sem er í eigu Íslendinganna Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, verður lýst gjaldþrota um leið og siglinga- og verslunarrétturinn í Kaupmannahöfn verður opnaður á eftir.

Sjá næstu 50 fréttir