Viðskipti innlent

Íhugar að kæra einstaka stjórnarmenn Glitnis

Stjórnarformaður Útflutningsbankastofnunar ríkis og fjármálafyrirtækja, Eksportfinans, í Noregi íhugar að kæra stjórnarmenn í gamla Glitni á Íslandi til lögreglu ef stofnunin fái ekki án tafar til baka þær 415 milljónir norskra króna sem hún telur að Glitnir hafi stungið undan.

Eins og fram kom í fréttum í síðasta mánuði hefur Eksportfinans þegar kært bankann fyrir að stinga undan sem svarar sjö milljörðum íslenskra króna eftir að lán til þriggja aðila hafði verið greitt til baka og runnið í sjóði bankans en ekki til hins upphaflega lánardrottins, Eksportfinans.

Í Dagens Næringsliv í dag er haft eftir Geir Bergvoll, stjórnarformanni Eksportfinans, að mönnum þar á bæ sé farið að leiðast þófið og ekki sé útilokað að einstakir stjórnarmenn Glitnis verði kærðir til lögreglu. Skilanefnd Glitnis segir að verið sé að reyna að leysa málið en að það megi rekja til kerfisvillu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×