Viðskipti innlent

Spáir óbreyttum stýrivöxtum

Greining Glitnir gerir ráð fyrir að stýrivextir Seðlabankans verði óbreyttir í 18% eftir vaxtaákvörðunardag bankans næstkomandi fimmtudag.

Vextir bankans voru hækkaðir síðastliðinn þriðjudag, ríflega viku fyrir opinberan vaxtaákvörðunardag bankans. Fram hefur komið að slík hækkun var forsenda fyrir samþykki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) fyrir aðstoð við Ísland og þurfti að koma til framkvæmda áður en viljayfirlýsing IMF og ríkisstjórnar var lögð fyrir stjórn sjóðsins til samþykkis.

Í Morgunkorni greiningarinnar segir að ekki er hægt að útiloka frekari hækkun vaxta á næstu vikum eða mánuðum. Líklega er einn þáttur í viljayfirlýsingu IMF og ríkisstjórnarinnar að krónan verði endurfleytt á næstunni. Hækkun stýrivaxta bankans í síðustu viku var líklega undirbúningur fyrir það.

Má telja líklegt að Seðlabankinn muni beita vöxtum sínum til að varna því að gengi krónunnar gefi verulega eftir í kjölfar fleytingar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×