Viðskipti innlent

Landsbankinn veitti starfsmönnum ekki lán fyrir hlutabréfakaupum

Landsbanki Íslands hf. veitti starfsmönnum sínum ekki lán fyrir hlutabréfakaupum í bankanum sem hluta af starfskjörum. Því hefur ekki verið um neinar niðurfellingar skulda starfsmanna eða félaga þeirra að ræða hjá bankanum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum nú í kvöld. Tilkynninguna má sjá í heild sinni hér að neðan:

„Í tilefni frétta af niðurfellingu krafna eða trygginga vegna lánveitinga til starfsmanna bankanna vill Landsbankinn taka fram að Landsbanki Íslands hf. veitti starfsmönnum ekki lán fyrir hlutabréfakaupum í bankanum sem hluta af starfskjörum. Því hefur ekki verið um neinar slíkar niðurfellingar skulda starfsmanna eða félaga þeirra að ræða hjá bankanum."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×