Viðskipti innlent

Brot á jafnræðisreglu að afskrifa skuldir æðstu stjórnenda Kaupþings

MYND/Rósa
Það er brot á jafnræðisreglu hlutabréfalaga að afskrifa skuldir æðstu stjórnenda Kaupþings, segir formaður félags fjárfesta. Þá segir hann ekki réttlætanlegt að bera við bankaleynd vegna einstakra viðskiptamanna.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að fimmtíu milljarða króna skuldir æðstu stjórnenda Kaupþings vegna hlutabréfakaupa hafi verið afskrifaðar. Vilhjálmur Bjarnason, formaður félags fjárfesta, segir þetta vera brot á jafnræðisreglu hlutabréfalaga.

Þá segir Vilhjálmur það ekki vera réttlætanlegt að bera við bankaleynd vegna einstakra viðskiptamanna. Hér sé um starfsmenn bankanna að ræða og viðskipti með hlutabréf og þau hljóti að þola dagsljósið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×