Viðskipti innlent

Segir söluna á 365 miðlum gerða að tillögu Landsbankans

Ari Edwald forstjóri 365 hf. segir að salan á 365 miðlum ehf. hefi verið gerð að tillögu Landsbankans. Raunar sé réttara að segja að um hlutafjáraukningu hjá 365 hf. sé að ræða frekar en beina sölu og geti aðrir hluthafar 365 hf. komið þar inn í fyrir 20. nóvember.

Fram kemur í máli Ara að tölur þær sem RUV nefndi í hádegisfréttum sínum um kaupverðið séu ekki réttar. Aðð vísu sé rétt að borgaður er 1,5 milljarður kr. í reiðufé en hinsvegar nemi yfirtaka á skuldum a.m.k. 4,4 milljörðum kr. en ekki 2 eins og sagt var á RUV.

"Inn í þetta kemur einnig að aflétt verður ábyrgðum af félaginu miðað við ákveðnar forsendur," segir Ari.

Ari segir að sú leið sem valin var hefði verið talin sú besta til að treysta félagið fjárhagslega. "Við unnum þetta mál í samvinnu við viðskiptabanka okkar, Landsbankann, sem taldi þetta vera bestu leiðina fyrir okkur," segir Ari.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×