Viðskipti innlent

Ein lánalína til og frá landinu

Ef Sparisjóðabankinn fer í þrot, sem líkur eru á að gerist, verður hér aðeins ríkisbankastarfsemi. Það þýddi ein lánalína til og frá landi með tilheyrandi áhættu, segir bankastjóri Sparisjóðabankans.

Stundum er sagt að bankakerfið sé eins og vatnsveita. Þú kemur inn til þín, skrúfar frá krananum og ert í raun ekkert að velta fyrir þér hvaðan vatnið kemur eða hvert það fer. Sama gildir um bankakerfið, þú kemur inn tekur lán og ert í raun ekkert að athuga hvaðan peningarnir koma. Hingað til hafa þær komið úr öllum áttum.

Nú er staðan þó önnur. Lánastarfsemi er takmörkuð og þær fjölmörgu lánalínur sem til staðar voru, eru horfnar. Í staðin er ein lánalína, eitt greiðslumiðlunarkerfi til JP Morgan Chase og þeir sjá um öll okkar mál í gegnum sitt net. Ef það bregst, erum við í vanda. Sparisjóðabankinn er enn með lánalínur sínar til staðar og við verðum að halda því þannig. Svona lýsir bankastjóri Sparisjóðabankans, áður Icebank, kerfinu.

Sparisjóðabankinn fær frest frá Seðlabankanum til miðvikudags í næstu viku til að setja fram rúmlega 60 milljarða króna í auknum veðum til Seðlabankans en frestur hefur verið veittur í tvíganga.

Agnar segist bjartsýnn að ásættanleg niðurstaða fáist því ríkisbankarnir séu ekki líklegir til að geta sett upp sitt eigið greiðslumiðlunarkerfi á komandi árum. Og hann spyr hvort Ríkisbankaland með takmarkaðar leiðir í viðskiptum sé spennandi kostur og sú leið sem við viljum fara.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×