Viðskipti innlent

Fjármagnsflótti frá landinu upp á hundruði milljarða kr. framundan

Greining Glitnis gerir ráð fyrir því að erlendir fjárfestar muni grípa fyrsta tækifæri sem gefst til að losa sig við nokkur hundruð milljarða kr. í bréfum Seðlabankans. Þetta gerist um leið og krónan verður sett á flot aftur og skiptir þá engu hve háir stýrivextirnir verða.

Í Morgunkorni greiningarinnar segir að verulegur þrýstingur sé nú á gengi krónu, ekki síst af hálfu erlendra fjárfesta, hverra eignir í stuttum ríkisskuldabréfum og innstæðubréfum Seðlabankans nema nokkrum hundruðum milljarða króna.

"Þessir aðilar hafa ekki getað fært fjármagn sitt úr landi vegna þeirra hamla sem hafa verið á gjaldeyrisviðskiptum frá því innlenda bankakreppa náði hámarki, en líklegt er að töluverður hluti þeirra muni grípa fyrsta tækifæri sem gefst til þess að flýja land með fjármagn sitt, hvað sem innlendu vaxtastigi líður," segir í Morgunkorninu.

Hins vegar er nokkuð líklegt að viljayfirlýsing IMF og ríkisstjórnarinnar innihaldi einhvers konar aðgerðir til að bregðast við slíkum fjármagnsflótta svo skammtímaveiking krónu eftir fleytingu verði ekki óhófleg með þeim skaðræðisáhrifum sem fylgja myndu fyrir heimili og fyrirtæki í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×