Viðskipti innlent

Dótturfélag Opinna kerfa Group í Danmörku gjaldþrota

Kerfi A/S., dótturfélag Opin Kerfi Group hf., var tekið til gjaldþrotaskipta hjá Sö- og handelsretten í Kaupmannahöfn þann 24. október sl. samkvæmt beiðni stjórnar félagsins.

Samkvæmt reikningi fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2008 var velta Kerfi A/S 66,9 milljónir DKK og EBITDA neikvæð um 6 milljónir DKK. Heildavelta Kerfi A/S er því um það bil 20% af heildarveltu Opin Kerfi Group hf. og eignir félagsins um það bil 23% af eignum Opin Kerfi Group hf.

Ekki er gert ráð fyrir að þessi aðgerð hafi áhrif á rekstur félagsins.

Kerfi AB í Svíþjóð gengur samkvæmt áætlun og er hagnaður af rekstri félagsins.

Rétt er að taka fram að Opin kerfi ehf. voru keypt út úr Opin kerfi Group hf. í nóvember 2007 og tengjast því Opnum kerfum Group ekki neitt. Helstu eigendur Opinna kerfa ehf. í dag eru eignarhaldsfélag í eigu Frosta Bergssonar og starfsmenn.

„Engin eignartengsl eru á milli Opinna kerfa ehf. og Opinna kerfa Group. Fjöldi starfsmanna Opinna kerfa ehf. er 110 og er fyrirtækið í nánu samstarfi við HP, Microsoft og Cisco og starfar eingöngu á Íslandi,“ að því er segir í tilkynningu frá Opnum kerfum ehf.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×