Viðskipti innlent

Útflytjendur með yfir 2 milljarða kr. fastar í breskum bönkum

Talið er að útflytjendur á fiski til Bretlands séu nú með yfir 2 milljarða kr. fastar í breskum bönkum. Seðlabankinn vinnur nú að því að losa þessa fjárhæð heim til Íslands.

Í samtölum sem visir.is hefur átt við hagsmunaaðila í dag kemur fram að ómögulegt sé að vita nákvæmlega hve há upphæðin er sem situr föst í breskum bönkum.

Hinsvegar megi gefa sér ákveðnar forsendur. Útflutningur á fiski til Bretlands á síðasta ári nam 27% af heildarútflutningum eða tæpum 32 milljörðum kr. Þetta gerir um 2,8 milljarða á mánuði.

Innistæðurnar hafa verið fastar í um tvær vikur eða síðan bresk stjórnvöld beyttu hryðjuverkalöggjöf sinni gegn íslensku bönkunum.

Miðað við breytt gengi frá því í fyrra og þá staðreynd að haustið og fram að áramótum er best tíminn til að selja fisk til Bretlands má áætla að upphæðin sem situr föst í breskum bönkum sé rúmlega 2 milljarðar kr.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×