Viðskipti innlent

Stoðir fá greiðslustöðvun til 20. janúar á næsta ári

Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í dag beiðni Stoða um framlengingu heimildar til greiðslustöðvunar til 20. janúar 2009.

Þriggja vikna greiðslustöðvun félagsins rann út s.l. mánudag og sótti félagið þá um áframhaldandi greiðslustöðvun.

„Stjórn og stjórnendur Stoða fá nú svigrúm til að leita hagkvæmustu lausna með hagsmuni allra lánardrottna að leiðarljósi. Ljóst má vera að umrót síðustu vikna og slæm staða íslensks efnahagslífs hefur haft neikvæð áhrif á verðmæti og starfsemi félaga í eigu Stoða.

Það er því forgangsverkefni stjórnenda Stoða að skapa ró og festu í rekstri félaganna og varðveita verðmæti þeirra. Stoðir eiga eignarhluti í félögum á borð við Tryggingamiðstöðina, Landic Property, Refresco, Iceland Foods, Alfesca, Bayrock Group, Royal Unibrew, Nordicom og Þyrpingu," segir í tilkynningu Stoða.

 
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×