Viðskipti innlent

Atorka samþykkir afskráningu

Magnús Jónsson forstjóri Atorku.
Magnús Jónsson forstjóri Atorku.

Hluthafar í Atorka samþykktu fyrr í dag tillögu stjórnar félagsins um afskráningu þess úr Kauphöll Íslands. Atorka Group mun því líklega bætast við hóp þeirra fjölmörgu félaga sem horfið hafa af markaði á þessu stormasama ári. Alls hafa átta fyrirtækið horfið af markaði á árinu, 365 hf., Flaga Group, FL Group, Icelandic Group, Teymi og TM auk Glitnis og Landsbankans. Einnig má reikna með að tvö önnur félög, Atorka og Vinnslustöðin, bætist í þann hóp. Þá hyggst stjórn Existu leggja það til við hluthafafund, sem haldinn verður í næstu viku, að félagið verði afskráð úr Kauphöll og mögulega mun Kaupþing óska eftir því að bréf félagsins verði tekin úr viðskiptum líkt og gerðist í tilfellum hinna viðskiptabankanna.

Þetta kemur fram í hálf fréttum Kaupþings.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×