Viðskipti innlent

Nýherji tapar 262 milljónum

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Höfuðstöðvar Nýherja í Borgartúni.
Höfuðstöðvar Nýherja í Borgartúni.
Nýherji tapaði tæpum 262 milljónum króna eftir skatta á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt uppgjöri sem birt var í gær.

Fyrstu níu mánuði ársins nemur tap félagsins 694 milljónum, en 302 milljóna króna hagnaður var á sama tíma í fyrra.

Haft er eftir Þórði Sverrissyni, forstjóra Nýherja, í tilkynningu félagsins, að fjárhagsstaða félagsins sé traust og að eiginfjárhlutfall sé 25,4 prósent þrátt fyrir gjaldfærslu á 730 milljóna króna gengistapi á árinu.

Hann segir rekstur grunnstarfsemi félagsins samkvæmt áætlun og sama gildi um dótturfélög hér og hugbúnaðarstarfsemi erlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×