Viðskipti innlent

Borgun leiðréttir um fimm prósent

Kortafyrirtækin segjast eiga óhægt um vik með að breyta gengisskráningu afturvirkt.
Kortafyrirtækin segjast eiga óhægt um vik með að breyta gengisskráningu afturvirkt.
Borgun, aðalleyfishafi Mastercard hér á landi, hefur leiðrétt kortagengi hjá þeim sem notuðu kort sín erlendis hinn 7. október, um fimm prósent. Með því mun gengi Borgunar og Valitors þá dagana vera svipað.

Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, og Höskuldur Ólafsson, forstjóri Valitors, segja að gert hafi verið upp í íslenskum krónum við erlendu greiðslumiðlunarkerfin, sem síðan hafi keypt íslensku krónuna á markaði. Gert sé upp daglega og því hafi verið erfitt að leiðrétta þessar færslur.

„Við fórum í að athuga hvað hægt væri að gera,“ segir Höskuldur. Athugað var hvort hægt væri að breyta gengisskráningu afturvirkt vegna 7. og 8. október, en búið var að gera þau viðskipti upp.

„Við tókum á okkur um fimm prósent,“ segir Haukur. „Sem er nokkuð högg fyrir lítið fyrirtæki eins og okkur.“

Bæði fyrirtækin eru hætt að greiða erlendu greiðslumiðlunarkerfunum í íslenskum krónum. Samið hefur verið við Seðlabanka Íslands þannig að Valitor gerir upp í dollar en Borgun í evrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×