Viðskipti innlent

Tap Nýherja 694 milljónir kr, það sem af er árinu

Tap Nýherja á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 694 milljónum kr. fyrir skatt. Gengistapið nemur 730 milljónum kr. en eiginfjárhlutfal félagsins er 25%.

Þórður Sverrisson, forstjóri félagsins segir í tilkynningu um uppgjörið að rekstur grunnstarfsemi Nýherja er samkvæmt áætlun í ársfjórðungnum og skilar ágætri afkomu fyrir fyrstu níu mánuðina. Sama gildir um hluta dótturfélaga hérlendis og fyrir hugbúnaðarstarfsemi erlendis. Tekjur erlendra dótturfyrirtækja Nýherja eru nú um 22% af heildartekjum samstæðunnar og eykur það stöðugleika í rekstri félagsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×