Viðskipti innlent

Telur að krafa Hollendinganna í Osló fái ekki staðist

Sigurður Tómas Magnússon sérfræðingur og kennari í fullnusturétti við Háskólann í Reykjavík telur að krafa Hollendinganna fyrir fógetaréttinum í Osló fái ekki staðist.

Sem kunnugt er af fréttum fékk héraðsstjórnin í Noord Holland sett lögbann eða kyrrsetningu á eigur Landsbankans hf. í fógetaréttinum til tryggingar innistæðum sínum í bankanum að upphæð um 12 milljarða kr.

"Það þarf síðan að fari í staðfestingarmál og ég hef enga trú á að það gangi eftir," segir Sigurður Tómas sem bendir jafnframt að svo virðist sem ekki hafi verið bent á neinar ákveðnar eignir til kyrrsetningar eins og lög gera ráð fyrir.

"Fari svo að Landsbankinn verði opinberlega gerður gjaldþrota hefur þessi krafa enga þýðingu lengur og veitir ekki neinn rétt umfram aðra kröfuhafa í þrotabúið," segir Sigurður Tómas.

Sigurður Tómas segir að þetta sé greinilega örvæntingarfull tilraun af hálfu Hollendinganna til að reyna að tryggja fé sitt með einhverjum hætti.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×