Fleiri fréttir

VBS vill að staðið verði við gerða samninga vegna kröfu SÍ

VBS fjárfestingarbanki hf (VBS) hefur sent frá sér tilkynningu vegna kröfu Seðlabanka Íslands á hendur fjármálafyrirtækjum um auknar tryggingar. Segir VBS að verði staðið við gerða samninga er eigið fé VBS ekki í hættu vegna þessa. En vanefndir á samningnum af hálfu mótaðila VBS hefðu neikvæð áhrif á fjárhagsstöðu félagsins.

Seðlabankinn mun ekki krefja Byr um auknar tryggingar

Í ljósi umræðna um Sparisjóðabankann (áður Icebank) og önnur fjármálafyrirtæki vill Byr sparisjóður koma því á framfæri, að á undanförnum árum hefur Byr lagt ríka áherslu á sjálfstæði gagnvart öðrum fjármálafyrirtækjum. Öll dagleg uppgjörð og innlend greiðslumiðlun fer nú í gegnum Seðlabanka Íslands án milligöngu Sparisjóðabanka Íslands.

Atorka hækkar um 80 prósent í afar fáum viðskiptum

Gengi hlutabréfa í Atorku skaust upp um 80 prósent í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma falla erlend félög hratt. Afar lítil viðskipti hafa átt sér stað í Kauphöllinni og skýrir það öfgakenndar sveiflur.

Green hefur enn áhuga á eignum Baugs

Breski auðjöfurinn Philip Green segist enn hafa áhuga á skuldum Baugs en segir ekki víst að samningar náist alveg á næstunni. Þetta er haft eftir honum á fréttavef Breska ríkisútvarpsins.

Þrautaganga Seðlabankans

Seðlabanki Íslands gerði ítrekaðir tilraunir fyrr á þessu ári til að auka gjaldeyrisforða þjóðarinnar án árangurs. Erlendir Seðlabankar töldu íslensku bankana vera of stóra.

Seðlabankinn frestar útgáfu ríkisskuldabréfa

Seðlabankinn ákvað í dag að fresta útgáfu ríkisskuldabréfa sem fyrirhuguð var þann 23. október næstkomandi. Ástæða frestunarinnar er sögð vera „þær sérstöku aðstæður“ sem nú séu uppi á markaði.

Gætu fengið aðgang að samtölum Browns og Darlings

Svo gæti farið að lögmenn Kaupþings í Bretlandi fái aðgang að samtölum Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, og Alistairs Darlings, fjármálaráðherra landsins, fallist breskir dómstólar á að taka fyrir mál bankans á hendur breskum stjórnvöldum.

Plúsdagur í kauphöllinni

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,8% í dag og endaði í 655 stigum. Er þetta fyrsti jákvæði dagurinn í kauphöllinni í langan tíma.

Íslensk útrás á Azoreyjum

Iceland Drilling (UK) Ltd, dótturfélag Jarðborana, hefur undirritað samning við orkufyrirtækin Sogeo og GeoTerceira á Azoreyjum um borun á rannsóknar- og vinnsluholum háhitasvæðum á eyjunum og verður orkan nýtt til raforkuframleiðslu.

Lán leysa ekki vanda Íslands að fullu

Lán til Íslendinga frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og seðlabönkum ýmissa landa leysa ekki vandamál Íslands að fullu heldur eru einungis lausn á þeirri krísu sem landið er í. Þetta segi Harald Magnus Andreassen, aðalhagfræðingur hjá norska fjármálarfyrirtækinu First Securities.

Jón Þór segir að endanleg upphæð láns liggi ekki fyrir

Endanleg upphæð láns frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum liggur ekki fyrir. Þetta segir Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra og einn helsti ráðgjafi ráðherra Samfylkingarinnar í efnahagsmálum, í samtali við Vísi.

Óska eftir framlengingu á greiðslustöðvun

Stoðir munu óska eftir greiðslustöðvun til 20. janúar næstkomandi. Beiðnin verður tekin fyrir í dag. Þetta staðfestir Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, í samtali við fréttastofu.

Nýi Kaupþing banki stofnaður

Nýi Kaupþing banki hf. hefur formlega verið stofnaður en skilanefnd hefur unnið að stofnun bankans síðan ljóst var að hún tæki yfir rekstur Kaupþings banka.

Fiskverkun beðin um að opna bankareikning á Bahamaeyjum

Útflytjendur á Íslandi eru nú að reyna að fá greitt fyrir afurðir sínar erlendis eftir óhefðbundnum leiðum. Vísir.is hefur heimildir fyrir því að einn af viðskiptavinum fiskverkunar hérlendis hafi beðið verkunina um að stofna reikning á Bahamaeyjum svo hann gæti komið skuld sinni í hendur verkunarinnar og keypt meir af fiski frá Íslandi.

Atorka og Bakkavör hækka um tíu prósent

Gengi hlutabréfa í Atorku og Bakkavör hækkaði um tíu prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Ein viðskipti liggja á bak við hækkunina í hvoru fyrirtæki.

Kaupþing missir úr afborgun á Samurai-bréfum

Kaupþing stefnir í að verða fyrsti bankinn í Evrópu til að láta greiðslur af japönskum Samurai-bréfum gjaldfalla á sig. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg-fréttaveitunni.

Sex ár síðan Landsbankinn var seldur Björgólfsfeðgum

Í dag eru sex ár síðan Björgólfsfeðgar og Magnús Þorsteinsson keyptu 46% hlut í Landsbankanum á 12,3 milljarða króna. Eftir gríðarlegan uppgang og eignasöfnun, er allt að hruni komið. Skuldir Landsbankans fimmtíufölduðust á árunum sex.

Stoðir óska eftir framlengingu á greiðslustöðvun

Stoðir munu óska eftir greiðslustöðvun til 20. janúar næstkomandi. Þetta staðfestir Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, í samtali við fréttastofu. Núgildandi þriggja vikna greiðslustöðvun félagsins rennur út á morgun og sagðist Jón vera bjartsýnn á að ósk þeirra yrði samþykkt af héraðsdómi.

Skattbyrðin aukist mest hér á landi

Skattbyrði hefur aukist mest á Íslandi af öllum ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, undanfarinn áratug. Hlutfall skatta af landsframleiðslu hérlendis hækkaði úr 31 prósenti og upp í 41 prósent á árunum 1995 til 2006. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar.

Telur ekki hættu á 75 prósenta verðbólgu

Danskur gestaprófessor við Háskólann í Reykjavík telur ekki hættu á sjötíu og fimm prósenta verðbólgu á Íslandi líkt og forstöðumaður greiningar Danske Bank hefur spáð.

Lögfræðingaher á landinu á vegum kröfuhafa bankanna

Kröfuhafar íslensku bankanna óttast að eignir verði seldar á brunaútsölu. Möguleiki er að rifta kaupum ef þau reynast vera langt undir markaðsvirði. Um 300 manna her lögfræðinga er nú hér á landi til að vernda hagsmuni kröfuhafa.

Fjármálaeftirlitin vildu Icesave í dóttufélag

Bæði breska og íslenska fjármálaeftirlitið vildu að Icesave-reikningar Landsbankans í Bretlandi yrðu færðir í sérstakt dótturfélag í stað þess að það væri útibú bankans hér á landi. Þetta kom fram í máli Halldórs J. Kristjánssonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í Markaðnum á Stöð 2 í morgun.

Ráðstafanir gerðar til að tryggja færslur milli Bretlands og Íslands

Patrick Guthrie hjá breska fjármálaráðuneytinu fullyrti við Sverri Hauk Gunnlaugsson, sendiherra Íslendinga, í dag að ráðstafanir sem ráðuneytið hafi gert nægi til þess að opna fyrir allar millifærslur fjármagns til Íslands í gegnum breska banka og einnig Landsbankann ef ljóst er að ekki sé verið að flytja frystar eignir Landsbankans til Íslands.

Eimskip hækkaði um tæpt 31 prósent

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu stökk upp um 30,77 prósent í Kauphöllinni í dag. Marel fór upp um 2,14 prósent, Færeyjabanki um 1,6 prósent og Össur um 0,97 prósent.

Peningamarkaðssjóðir leystir upp - Lagt inn á innlánsreikninga sjóðsfélaga

Fjármálaeftirlitið hefur beint þeim tilmælum til rekstrarfélaga verðbréfasjóða að grípa til aðgerða sem leiða til þess að peningamarkaðssjóðum félaganna verði slitið. Allt laust fé mun verða greitt inn á innlánsreikninga sjóðsfélaga í hlutfalli við eign þeirra. Þá er því beint til bankanna að mánaðarlega verði greitt inn á viðkomandi innlánsreikninga eftir því sem aðrar eignir sjóðsins fást greiddar, uns engar eignir eru eftir í eignasafni sjóðanna.

Icebank tekur aftur upp gamla nafnið

Icebank heur ákveðið að taka upp nafnið Sparisjóðabanki Íslands en það nafn bar bankinn áður. Þetta var ákveðið á hluthafafundi í dag.

Tilboð Lífeyrissjóðanna tafði stofnun Nýja Kauþings

„Það verður væntanlega strax eftir helgi, á mánudag eða þriðjudag býst ég við," segir Finnur Sveinbjörnsson formaður skilanefndar Kaupþings aðspurður um hvenær rekstur Kaupþings komist í fyrirhugað form.

Segir Kauphöllina ekki óstarfhæfa

Þrátt fyrir gríðarlegt fall á verðmæti fyrirtækja í Kauphöll Íslands í viðskiptum upp á aðeins nokkur þúsund krónur, er hún ekki óstarfhæf, segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar íslands. Hann segir að ekki komi til greina að loka henni. Úrvalsvísitalan stendur nú í 640 stigum og hefur ekki verið lægri frá árinu 1996.

Útgerðir horfa fram á gríðarlegt tap vegna hruns bankanna

Starfsemi margra útgerðarfyrirtækja er í óvissu sökum vandamála með greiðsluflæði á milli landa. Ein meginorsök greiðsluflæðivandans er að endurreistir viðskiptabankar eru ekki til í alþjóðlegum greiðslukerfum.

Wall Street Journal birtir Kastljósviðtal Davíðs

Ummæli Davíðs Odssonar í Kastljósi þann sjöunda október hafa vakið athygli hér á landi og víðar og hafa sumir leitt að því líkum að hörð viðbrögð Breta gagnvart Íslendingum hafi orsakast af ummælum Davíðs þar sem hann lýsti því yfir að Íslendingar ætluðu sér ekki að standa skil á skuldum íslenskra banka sem hefðu hagað sér ógætilega. Bandaríska stórblaðið The Wall Street Journal birtir í dag útdrætti úr viðtalinu.

Bakkavör fellur um tíu prósent

Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um tíu prósent við upphaf viðskiptadagsins í tveimur viðskiptum upp á 106 þúsund krónur. Þá hefur gengi bréfa í Össuri lækkað um 0,84 prósent.

Útboði Marel Food Systems lokið

Rétt rúmlega tuttugu milljón hlutir að nafnvirði seldust í hlutafjárútboði Marel Food Systems, sem lauk klukkan fjögur í gær. Verðið var 70 krónur á hlut og því námu heildarviðskiptin 1,4 milljörðum króna.

Sjá næstu 50 fréttir