Viðskipti innlent

Engin viðskipti með skuldabréf á meðan landsleiknum stóð

Ekki ein einustu viðskipti voru með skuldabréf í íslensku kauphöllinni á milli 12 og 14 í dag eða meðan á landsleik Íslendinga og Spánverja stóð.

Í raun voru nánast engin viðskipti með krónuna eða á hlutabréfamarkaði meðan allir sátu límdir við sjónvarpsskjáinn. Gengisvísitalan tók reyndar aðeins við sér í hálfleik en hélst svo óbreytt á meðan á síðari hálfleik stóð. Eftir lok leiksins styrktist krónan svo lítillega.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×