Viðskipti innlent

Atorka tapaði tveimur milljörðum á öðrum ársfjórðungi

Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group.
Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group.

Atorka Group tapaði rétt rúmum tveimur milljörðum eftir skatta á öðrum ársfjórðungi eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu til Kauphallar nú fyrir skömmu. Alls nam tapið á fyrri helmingi ársins rétt tæpum fjórum milljörðum.

„Þrátt fyrir lækkanir á skráðum eignum þá horfum við bjartsýnum augum á

eignasafn félagsins til lengri tíma. Ég tel að aukin áhersla félagsins á

endurnýtanlega orku, vatnshreinsigeirann og umhverfistækni muni skila góðri arðsemi til framtíðar litið. Á fjórðungnum tók Atorka þátt í að breikka

hluthafahóp Geysis Green Energy með aðkomu öflugra aðila að félaginu. Jafnframt tók Atorka þátt í hlutafjáraukningu til stuðnings frekari vaxtar félagsins. Önnur fjárfestingaverkefni Atorku ganga í samræmi við áætlanir, þrátt fyrir krefjandi ytri aðstæður," segir Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group í tilkynningunni.

Ofangreint tap á við reikning móðurfélagsins. Tap samstæðunnar var um 1,5 milljarður á öðrum ársfjórðungi og alls 8,7 milljarðar á fyrri helmingi ársins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×