Viðskipti innlent

Siðanefnd gagnrýnir Dagens Næringsliv fyrir frétt um Kaupþing

Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings er ánægður með niðurstöðu nefndarinnar.
Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings er ánægður með niðurstöðu nefndarinnar.

Siðanefnd norska blaðamannafélagsins fjallaði í dag um kæru Kaupþings vegna fyrirsgagnar sem birtist á forsíðu norska viðskiptalaðisins Dagens Næringsliv þann 10. maí síðastliðinn. Siðanefndin komst að þeirri niðurstöðu að fyrisögnin, „Kúnnarnir flýja", hafi ekkert átt skylt við efni fréttarinnar sem hún vísaði til inni í blaðinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Kaupþingi.

„Kaupþing taldi umfjöllun blaðsins skaðlega bankanum, auk þess sem hún hafi verið byggð á ósönnum blaðafréttum og tölum sem Dagens Næringsliv hafi verið ljóst að væru úreltar," segir í tilkynningunni.

„Nefndin tók undir sjónarmið bankans í málinu og gagnrýndi Dagens Næringsliv fyrir vinnubrögð sín við undirbúning fréttarinnar og að fyrirsögn á forsíðu hafi verið röng," segir einnig og því bætt við að nefndin hafi einnig ákveðið að Dagens Næringsliv skyldi birta niðurstöðuna í heild í blaðinu.

Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings er ánægður með niðurstöðu nefndarinnar. „Hún sýnir að siðanefndin er tilbúin að veita áminningu þeim fjölmiðlum sem beinlínis fara með rangt mál og vonandi mun Dagens Næringsliv vanda sig betur í fréttaskrifum um okkur í framtíðinni," segir Jónas.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×