Viðskipti innlent

Icebank hagnaðist um hálfan milljarð á öðrum ársfjórðungi

Agnar Hansson, bankastjóri Icebank
Agnar Hansson, bankastjóri Icebank

Icebank hagnaðist um 560 milljónir á öðrum ársfjórðungi eftir því fram kemur í tilkynningu frá bankanum til Kauphallarinnar. Það er verulegur viðsnúningur frá fyrsta ársfjórðungi sem skildi eftir sig tap upp á rúma 3,6 milljarða.

Helsta ástæða er viðsnúningur á gengishagnaði á milli ársfjórðunga. Hann varð jákvæður um 513 milljónir á öðrum ársfjórðungi en neikvæður um 2,1 milljarð á þeim fyrsta. Stafar þetta fyrst og fremst af því að talsvert hefur verið dregið úr hlutabréfaeign bankans eftir því sem fram kemur í tilkynninguninni.

Agnar Hansson, bankastjóri Icebank, segir að hann sé ánægður með það hversu vel rekstur bankans gengur í ljósi erfiðra ytri aðstæðna.

"Viðsnúningur milli ársfjórðunga sýnir það glöggt, þó vissulega hafi

varúðarniðurfærslur krafna sett strik í reikninginn. Hreinar vaxtatekjur á

öðrum ársfjórðungi voru nánast tvöfalt hærri en rekstrarkostnaður bankans og á fyrri helmingi ársins voru hreinar vaxtatekjur hærri en nokkru sinni fyrr. Grunnrekstur bankans stendur þannig styrkum fótum og eigið fé hækkar á milli ársfjórðunga. Annar ársfjórðungur var dágóður og þriðji ársfjórðungur hefur farið vel af stað. Því horfi ég björtum augum til framtíðar."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×