Viðskipti innlent

Segja Baug ætla að gera aðra atlögu að Woolworths í vikunni

Baugur og Malcolm Walker munu einfalda rekstur, draga úr kostnaði og minnka vöruúrval í Woolworths verslunum ef áætlanir þeirra um að eignast keðjuna ganga eftir.

Þetta segja sérfræðingar The Times sem fjalla um málið í dag. Þeir fullyrða að Baugur reyni að klára kaupin á Woolworths verslunakeðjunni, sem telur um 815 verslanir víðs vegar um Bretland, í næstu viku.

Woolworths Group hafnaði fyrsta tilboði Baugs og Walker í keðjuna.

Gangi áætlanir Baugs eftir er talið líklegt að Woolworth verði tekið af markaði og að Malcolm Walker verði gerður forstjóri.

Walker þessi er stofnandi Iceland matvöruverslunarkeðjunnar sem er í eigu Baugs. Hann hefur starfað náið með Baugi síðan hann var fenginn til þess að blása nýju lífi í Iceland keðjuna með góðum árangri.

Sérfræðingar segja að Walker vilji einfalda rekstur Woolworths og hætta sölu á ýmsum vöruflokkum sem hann telur ekki eiga heima í hillum verslunarinnar. Sem dæmi um það má nefna farsíma og fartölvur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×