Viðskipti innlent

Væntingavísitalan áfram undir svartsýnismörkum

Væntingavísitala Gallup mældist 74,1 stig í ágúst og er því enn undir 100 stiga mörkunum sem skilja á milli bjartsýni og svartsýni. Þetta er lægsta gildi vísitölunnar sem mælst hefur í ágústmánuði en hún hækkar þó um tæp þrettán stig frá því í júlí þegar hún var í lægsta gildi frá upphafi mælinga. Væntingavísitalan hefur þó yfirleitt haft þá tilhneigingu að vera lág í júlí og hækka í ágúst.

Greiningardeild Kaupþings segir að væntingar landsmanna hafa hingað til gefið ágætis vísbendingu um þróun einkaneyslu hér á landi en sífellt fleiri teikn hafa verið á lofti um að hún sé að dragast ört saman.

„Á meðan væntingavísitalan hefur verið að lækka hefur til dæmis hefur kreditkortavelda verið að minnka, mikill samdráttur er í nýskráningum fólksbifreiða og þá hafa eignir heimilanna lækkað töluvert í verði samkvæmt Eignaverðsvísitölu Kaupþings."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×