Viðskipti innlent

Sigurður Bollason hefur keypt fyrir milljarð í Existu í ágúst

Sigurður Bollason fjárfestir.
Sigurður Bollason fjárfestir.

Fjárfestirinn Sigurður Bollason hefur keypt hluti fyrir rúman milljarð í Exista í ágúst. Félagið S. Bollason ehf, sem er í eigu Sigurðar, á nú 1,16% í fjárfestingafélaginu.

Sigurður hagnaðist verulega í apríl 2006 þegar hann seldi viðskiptafélögum sínum Þorsteini M. Jónssyni, Magnúsi Ármann og Kevin Stanford hlut sinn í félögunum Icon og Runna sem áttu stóra hluti í FL Group annars vegar og Dagsbrún [nú 365 og Teymi, innsk. blm.] hins vegar.

Ekki náðist í Sigurð Bollason þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×