Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður veitir frest á afborgunum

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að heimila þeim sem eiga tvær húseignir, og hafa ekki getað selt aðra þeirra, að fresta afborgunum af lánum. „Heimilt er að fresta greiðslum af lánum sjóðsins á annarri eða báðum eignum," segir tikynningu frá Íbúðalánasjóði.

„Sama rétt eiga þeir sem eru að byggja og eru með lán hjá Íbúðalánasjóði á nýbyggingunni og/eða þeirri eign sem ekki hefur tekist að selja. Hvíli lán frá Íbúðalánasjóði á annarri eigninni eingöngu er hægt að sækja um greiðslufrest á því láni."

Nánar má fræðast um skilyrðin hér.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×