Fleiri fréttir

Stjórnendur misstu sjónar á rekstrinum

„Þegar maður kemur inn í Woolworths-verslun hér í London sést fljótt að eitthvað er að. Það vantar vörur í hillurnar. Þá er salan árstíðabundin, er mest um jólin. Allir sjá að þessu þarf að breyta,“ segir Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group.

Hlutafé Árvakurs aukið

Unnið er að því að auka hlutafé Árvakurs. Þetta staðfestir Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs.

Spron féll um rúm ellefu prósent

Gengi hlutabréfa í Spron féll um 11,39 prósent í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma ruku bréf í hinum færeyska Eik banka upp um 6,4 prósent og í Icelandair Group um 5,9 prósent. Það var eina hækkun dagsins.

Klúður lögfræðings dýrkeypt fyrir Björgólf

Erfiðar deilur við kvikmyndarisann Paramount settu alvarlegt strik í reikninginn við framleiðslu og markaðssetningu myndarinnar The Perfect Holiday sem Björgólfur Thor Björgólfsson fjármagnaði að hluta.

Glitnir segir verðbólguna lækka í september

Vísitala neysluverð hækkar um 1,1 prósent á milli mánaða í þessum mánuði og mælast 14,8 prósent, samkvæmt nýjust verðbólguspá greiningardeildar Glitnis. Deildin segir verðbólgu ná hámarki þá og draga úr henni í september. Reiknað er með því að mánaðarverðbólgan í október verði tiltölulega lítil.

Icelandair Group eitt á uppleið

Gengi hlutabréfa í Icelandair Group sveif upp um 5,37 prósent í Kauphöllinni í byrjun dags og er eitt á uppleið á annars rauðum degi. Önnur félög hafa lækkað í verði. Exista, sem hefur hækkað um rúm 20 prósent síðustu daga, hefur lækkað um 3,13 prósent, sem er mesta lækkun dagsins.

Krónan veikist í byrjun dags

Gengi íslensku krónunnar hefur veikst um 0,29 prósent það sem af er dags og stendur gengisvísitalan í 158,2 stigum. Hún veiktist um 0,1 prósent í gær eftir nokkra styrkingu framan af degi.

Spá 37 prósenta hækkun Marels

Tólf mánaða markgengi hlutabréfa Marel Food Systems er 121,2 krónur á hlut í nýrri greiningu Landsbankans. Það er 37 prósenta hækkun frá lokagengi gærdagsins.

Afkoma Icelandair Group framar vonum

Icelandair Group skilaði hagnaði upp á 395 milljónir króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er 190 milljónum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Forstjórinn segir afkomuna framar vonum.

Raunlækkun eignaverðs um 17 prósent á einu ári

Raunlækkun eignaverðs síðustu tólf mánuði nemur rúmum 17 prósentum samkvæmt eignaverðsvísitölu Kaupþings. Greint er frá þessu í hálffimmfréttum bankans og bent á eignaverð hafi lækkað þriðja mánuðinn í röð.

Exista enn á uppleið

Gengi hlutabréfa í Existu hækkaði um 6,81 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Gengið hefur nú rokið upp um 21,5 prósent á sjö dögum eftir að hafa legið við lægsta gildi frá upphafi. Á eftir Existu fylgdi Færeyjabanki, sem fór upp um 4,64 prósent, Straumur, sem hækkaði um 3,95 prósent og hinn færeyski Eik banki, sem hækkaði um 3,75 prósent.

Almar aftur í forstjórastól Sterling

Almar Örn Hilmarsson hefur verið ráðinn forstjóri danska flugfélagsins Sterling á nýjan leik. Almar hætti sem forstjóri hjá félaginu í mars á þessu ári en eftir að Pálmi Haraldsson eignaðist félagið allt á föstudag réð hann Almar inn á nýjan leik og rak Reza Taleghani.

Krónan styrkist lítillega

Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,34 prósent það sem af er dags eftir fremur rólegt upphaf í morgun og stendur gengisvísitalan nú í 157 stigum.

Glitnir hæst í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Glitni hækkað um 1,29 prósent og í Landsbankanum hækkaði um 1,26 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Marel hefur hækkað um 0,92 prósent á sama tíma, Kaupþing um 0,56 prósent, Össur um 0,34 prósent og Exista um 0,12 prósent.

Glitnir ráðlagði við afskráningu Clearwater Seafood Income Fund

Glitnir, sem hefur sérhæft sig í fjármögnun og ráðgjöf í alþjóðlegum sjávarútvegi, veitti ráðgjöf i tengslum við afskráningu Clearwater Seafood Income Fund úr kauphöllinni í Toronto, en fyrirtækið fer með ráðandi hlut í matvælafyrirtækinu Clearwater Fine Foods sem er með höfuðstöðvar í Halifax.

Krónan veikist

Krónan hafði veikst við lokun markaða í dag. Gengisvísitalan hækkar um 0,6 prósent og stendur nú í 157,6 stigum. Evran kostar nú 120,7 krónur, dollarinn 82,2 krónur, breska pundið 153,3 krónur og danska krónan 16,2 krónur.

Miklar hækkanir í Kauphöll

SPRON hækkaði um 12,54 prósent í dag, mest allra félaga. Hinn færeyski banki Eik hækkaði um 9,09 prósent og Exista um 7,17 prósent. Gengi bréfa Century Aluminum lækkuðu mest eða um 4,58 prósent. Føroya Banki lækkaði um 1,06 prósent og bréf Atorku lækkuðu einnig, eða um 0,37 pósent. Þá hækkaði úrvalsvísitalan um 1,71 prósentustig og stendur nú í 4314 stigum.

Fons kaupir Northern Travel Holding af Stoðum

Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, hefur fest kaup á 35% hlut Stoða í flugrekstrarfélaginu Northern Travel Holding. Fons átti fyrir 65% hlut í félaginu. Þessi kaup eru hluti af þeirri fjárfestingu sem Vísir greindi frá fyrir skömmu þar sem Stoðir keyptu ásamt fleiri fjárfestum hlut Fons í Iceland-keðjunni.

Biðraðir á nýjum bílamarkaði

Biðraðir mynduðust þegar nýr bílamarkaður í Hafnarfirði opnaði í hádeginu fyrr í dag, að sögn Dags Jónassonar framkvæmdastjóra Bílalands.

Pálmi selur í Iceland og fleiri félögum - hagnaður upp á 80 milljarða

Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, hefur selt hluti sína í Iceland, Landic Property, Booker, Goldsmith fyrir um 100 milljarða. Heimildir Vísis herma að hagnaður Fons af sölunni á hlutnum í Iceland sé um 75 milljarðar króna og yfir 80 milljarðar af heildarsölunni.

Tveir kostir í stöðunni í efnahagsmálum

Ingibjörg Sólrún Gísladótir utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segir um tvo kosti að ræða varðandi stöðu efnahagsmála, sterkari Seðlabanka eða aðra mynt.

Eik banki hækkar mest

Hinn færeyski banki Eik hækkar mest við opnun markaða eða um 11,14 prósent. Exista hækkar um 4,08 prósent og Bakkavör um 2,37 prósent Úrvalsvísitalan hækkar um 1,12 prósent og stendur nú í 4289 stigum. Engin bréf hafa lækkað það sem af er degi.

Krónan veikist

Krónan veikist nokkuð í morgunsárið. Gengisvísitalan hækkar um 0,30 prósent og stendur nú í 157,1 stigi. Evran kostar nú 120,6 krónur, dollarinn 81,9 krónur, breska pundið 151,9 krónur og danska krónan 16,15 krónur.

Landic hafnar ásökunum um vanefndir

Kristín Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Landic Property, hafnar þeim fullyrðingum að félagið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar við söluna á fasteingafélaginu Keops Development.

Krónan styrkist

Krónan hafði styrkst töluvert við lokun markaða í dag. Gengisvísitalan lækkar um 1,28 prósent og stendur nú í 156,7 stigum. Evran kostar nú 120,4 krónur, dollarinn 81,3 krónur, breska pundið 151,9 krónur og danska krónan 16,14 krónur.

Ekki óskað eftir því að ráðast tafarlaust í lántöku

Fjármálaráðuneytið segir að misskilnings gæti í umræðunni um lántöku ríkisins sem ætlað er að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. Ekki hafi verið óskað eftir heimildinni til þess að ráðast tafarlaust í 500 milljarða króna lántöku.

Atlantic Petroleum og Exista hækka mest

Atlantic Petroleum hækkaði um 8 prósent og Exista um 6,17 prósent, mest allra félaga í dag. Gengi bréfa Atorku lækkuðu mest eða um 0,91 prósent. Atlantic Airways lækkaði um 0,49 prósent og bréf Alfesca lækkuðu einnig lítillega, eða um 0,3 pósent. Þá hækkaði úrvalsvísitalan um 0,79 prósentustig og stendur nú í 4242 stigum.

Atlantic Petroleum finnur olíu

Færeyska félagið Atlantic Petroleum hefur í samstarfi við önnur fyrirtæki fundið olíu í Bretlandshluta Norðursjávar.

Fundað með ráðherra um stöðu SPM

Um fimm hundruð manns sóttu fund um málefni Sparisjóðs Mýrasýslu í Borgarnesi í gærkvöldi. Fram kom á fundinum að eigið fé sjóðsins hefur rýrnað um fjóran og hálfan milljarð á fyrstu sex mánuðum þessa árs.

Einkaneyslan dregst saman

Íslendingar halda fastar um budduna í dag en þeir gerðu í fyrra að því er tölur Seðlabankans gefa til kynna. Debetkortavelta dróst saman um 7,5 prósent í júlí frá sama mánuði í fyrra, „ef veltan er raunvirt með vísitölu neysluverðs án húsnæðis og fyrirtækjakort frátalin,“ að því er kemur fram í Morgunkorni Glitnis. „Heildarvelta debet- og kreditkorta án fyrirtækjakorta dróst saman um ríflega 11% á sama tíma. Viðsnúningur varð í kortaveltu í maí á þessu ári og var nálægt 6,5% samdráttur á raunveltu debetkorta í innlendri verslun og kreditkorta bæði í maí og júní.“

Exista hækkar

Exista hækkar mest við opnun markaða eða um 1,84 prósent. Úrvalsvísitalan hækkar um 0,29 prósent og stendur nú í 4221 stigum. Kaupþing hækkar um 0,56 prósent og hinn færeyski Eik banki hækkar um 0,46 prósent. Straumur Burðarás lækkar um 0,32 prósent og bréf Landsbankans um 0,22 prósent.

Krónan styrkist

Krónan styrkist nokkuð í morgunsárið. Gengisvísitalan lækkar um 0,35 prósent og stendur nú í 158,1 stigi. Evran kostar nú 121,9 krónur, dollarinn 81,8 krónur, breska pundið 152,9 krónur og danska krónan 16,3 krónur.

Kaupþing var ekki fyrsta val SPM

Bæjarbúar Borgarbyggðar ræddu á fjölmennum fundi í kvöld slæma stöðu Sparisjóðs Mýrarsýslu og lýstu þeir yfir áhyggjum með stöðu mála. Á fundinum kom meðal annars fram að slæm staða sparisjóðsins var ljós þann 19. júní, og voru þá helstu ráðamenn sparisjóðsins og sveitarfélagsins boðaðir á fund.

Greiningardeild Kaupþings spáir auknu atvinnuleysi

Greiningardeild Kaupþings segir að þrátt fyrir að skráð atvinnuleysi hafi haldist 1,1% bæði í júní og júlí muni ástandið versna með haustinu. Þetta kemur fram í Hálf fimm fréttum bankans.

Styrking á krónunni

Krónan styrktist lítillega í dag. Gengisvísitalan lækkaði um 0,16 prósent og stendur nú í 158,5 stigum. Evran kostar nú 122,2 krónur, dollarinn 81,9 krónur, breska pundið 153,2 krónur og danska krónan 16,4 krónur.

Keypti skúr á Fjóni með íslenskum auðjöfrum

Bjarni Ármannsson fjárfestir, Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi og eigandi 66° Norður og Friðrik Weisshappel veitingamaður hafa saman fjárfest í 80 fm2 timburhúsi á Fjóni í Danmörku. Húsið var áður járnbrautarstöð en það er orðið rúmlega 150 ára gamalt.

Lækkun í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan lækkaði í dag um 0,79 prósent og stendur nú í 4208 stigum. Teymi fór upp um 21,5 prósent í einum viðskiptum, Marel hækkaði um 2,9 prósent eftir að félagið tilkynnti uppgjör sitt í morgun og Atlantic Petroleum hækkaði um 2 prósent. Bréf Existu lækkuðu um 3,5 prósent, Landsbankans um 1,7 prósent og Bakkavarar um 1,4 prósent.

Segir DV ekki eiga í fjárhagserfiðleikum

Hreinn Loftsson stjórnarformaður Birtíngs segir að unnið hafi verið að því frá áramótum að koma DV undir hatt fyrirtækisins en tilkynnt var í gær að DV færi undir útgáfufélagið Birtíng. Hreinn segir fjárhagsstöðu DV góða og segir bjarta tíma framundan í útgáfu blaðsins. Tímarit Birtíngs ganga vel að hans sögn og bendir Hreinn á að Séð og heyrt hafi mælst með meiri lestur en Morgunblaðið.

Sjá næstu 50 fréttir