Viðskipti innlent

Steypustöðin mest veitir ráðgjöf vegna viðgerða eftir skjálfta

Hannes Sigurgeirsson er forstjóri Steypustöðvarinnar Mest.
Hannes Sigurgeirsson er forstjóri Steypustöðvarinnar Mest.

Steypustöðin Mest hefur gert samstarfssamning við verktakafyrirtækið Múrbrot sem annast viðgerðir á öllum opinberum byggingum í Árborg sem skemmdust út af skjálftanum á Suðurlandi í júní.

Í tilkynningu frá steypustöðinni segir að verkefnið sé viðamikið enda skemmdirnar miklar og mun steypustöðin aðstoða og veita tæknilega ráðgjöf í vali á múr og epoxyefni til verktakafyrirtækisins Múrbrots.

Steypustöðin Mest varð til á dögunum þegar félagið MEST var tekið til gjaldþrotaskipta en það hafði rekið steypistöð og byggingavöruverslanir. Glitnir tók í framhaldinu yfir steypustöðina ásamt helluframleiðslu og verslun með múrvörur og til varð Steypustöðin Mest.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×