Varar við þýskum bankamönnum 21. ágúst 2008 14:50 Nigel Farage, leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins, varar Íslendinga við að ganga í Evrópusambandið. Við það fái bankamenn í Frankfurt í Þýskalandi völd yfir ákvörðunum þjóðarinnar. Mynd/Rósa Ef Íslendingar ganga í Evrópusambandið verða þeir „líkt og maður sem er lokaður inni í brennandi húsi án útkomuleiðar". Þetta sagði Nigel Farage, leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins, á opnum fyrirlestri á vegum Heimssýnar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í hádeginu á fimmtudag. Farage er einn þekktasti stjórnmálamaður Bretlands og tvímælalaust með þekktustu gagnrýnendum Evrópusambandsins þar í landi. Í fyrirlestri sínum varaði Farage Íslendinga við að gefa eftir völd yfir fiskveiðistjórnun, vaxtaákvörðunum og utanríkisstefnum, og að varasamt væri að gefa þau „einhverjum bankamönnum í Frankfurt". Farage gagnrýndi fiskveiðistjórnunarstefnu Evrópusambandsins harðlega, og sagði hana hafa orðið til þess að á annað hundrað þúsund störf hefðu tapast. Að auki leiddi hún tíl stórfellds brottkasts, allt að sjötíu prósentum afla í Norðursjó væri hent í sjóinn. En þó þessi stefna væri hreint glapræði væru engar líkur til að henni fengist breytt og útilokað að Íslendingar fengju undanþágu undan henni. „Ef við getum ekki fengið undanþágur, fimmta stærsta hagkerfi heims, getið þið það ekki! Það er einfaldlega útilokað," sagði hann. Fyrirlestur Farage var haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og var vel sóttur. Að lokum fyrirlestrarins urðu líflegar umræður þar sem Farage sagði á litríkan hátt frá reynslu sinni í Evrópuþinginu, en hann hefur setið þar síðan 1999, og er einn af leiðtogum andstæðinga Evrópusambandsins á þinginu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Ef Íslendingar ganga í Evrópusambandið verða þeir „líkt og maður sem er lokaður inni í brennandi húsi án útkomuleiðar". Þetta sagði Nigel Farage, leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins, á opnum fyrirlestri á vegum Heimssýnar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í hádeginu á fimmtudag. Farage er einn þekktasti stjórnmálamaður Bretlands og tvímælalaust með þekktustu gagnrýnendum Evrópusambandsins þar í landi. Í fyrirlestri sínum varaði Farage Íslendinga við að gefa eftir völd yfir fiskveiðistjórnun, vaxtaákvörðunum og utanríkisstefnum, og að varasamt væri að gefa þau „einhverjum bankamönnum í Frankfurt". Farage gagnrýndi fiskveiðistjórnunarstefnu Evrópusambandsins harðlega, og sagði hana hafa orðið til þess að á annað hundrað þúsund störf hefðu tapast. Að auki leiddi hún tíl stórfellds brottkasts, allt að sjötíu prósentum afla í Norðursjó væri hent í sjóinn. En þó þessi stefna væri hreint glapræði væru engar líkur til að henni fengist breytt og útilokað að Íslendingar fengju undanþágu undan henni. „Ef við getum ekki fengið undanþágur, fimmta stærsta hagkerfi heims, getið þið það ekki! Það er einfaldlega útilokað," sagði hann. Fyrirlestur Farage var haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og var vel sóttur. Að lokum fyrirlestrarins urðu líflegar umræður þar sem Farage sagði á litríkan hátt frá reynslu sinni í Evrópuþinginu, en hann hefur setið þar síðan 1999, og er einn af leiðtogum andstæðinga Evrópusambandsins á þinginu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira