Fleiri fréttir Geir sakar fréttamann um dónaskap Geir H. Haarde forsætisráðherra sakaði fréttamann Markaðarins um dónaskap þegar hann innti ráðherra eftir aðgerðum í efnahagsmálum. 13.6.2008 12:15 Ný stjórn hjá Auðar Capital Á aðalfundi Auðar Capital hf. miðvikudaginn 11. júní sl. var ný stjórn félagsins kjörin. 13.6.2008 11:34 Ármann Þorvaldsson í hádegisviðtali Markaðarins Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kaupþings í London, verður í hádegisviðtali Markaðarins á Stöð 2 og Vísi í dag. 13.6.2008 11:10 Segir Kaupþing í lausafjárkreppu í Noregi - Bull, segir Kaupþing Haft er eftir bankasérfræðingi í viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv að lausafjárstaða Kaupþings í Noregi sé orðin svo slæm að bankinn hringi nú út til viðskiptavina sinna og biðji þá um að auka innlán sín. 13.6.2008 10:37 Íbúðalán innlánsstofnana minnkuðu um 30% milli mánaða Í maí námu ný íbúðalán innlánsstofnana alls um 670 millljónum kr. sem er um 30% samdráttur frá apríl. Þá dróst fjöldi lánanna saman um svipað hlutfall en samtals voru 76 ný íbúðalán veitt af innlánastofnunum í maí. 13.6.2008 10:11 Ellefu þúsund króna viðskipti hækka gengi Teymis Gengi bréfa í Teymi er það eina sem hækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands í dag. Ekki er þó um stórviðskipti að ræða en á bakvið hækkunina er velta upp á rúmar ellefu þúsund krónur. Eimskipafélagið hefur fallið um 2,7 prósent og Exista um 2,5 prósent. Önnur félög hafa lækkað minna. 13.6.2008 10:10 Enn fellur Eimskipafélagið Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 2,7 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Það hefur nú fallið um rúm þrjátíu prósent á þremur dögum í vikunni. 13.6.2008 10:04 Gengið stefnir í fyrra lágmark Gengi krónunnar heldur áfram að veikjast. Gengisvísitalan hefur hækkað um 0,6% í morgun og er komin yfir 157 stig. Stefnir í að gengið nái fyrra lágmarki sem var rúm 158 stig í mars s.l.. 13.6.2008 10:00 Enn lækkar DeCode Gengi bréfa í DeCode Genetics var komið niður í 84 cent á hlut við lokun markaðar í Bandaríkjunum í dag. Þetta er sögulegt lágmark hjá DeCode sem er móðurfélag Íslenskrar erfagreiningar. 12.6.2008 21:59 Teymi tók dýfu annan daginn í röð Gengi hlutabréfa í Teymi féll um 12,24 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta lækkunin á eftir Eimskipi. Á eftir fylgdi Icelandair, sem fór niður um 8,8 prósent. Gengi bréfa í Landsbankanum, SPRON, Straumi og Kaupþingi lækkaði um rúmt prósent á sama tíma. 12.6.2008 15:39 Hver er þessi olíutunna? Um þessar mundir er mikið talað um eldsneytisverð í kjölfar mikilla hækkanna á heimsvísu. Þá er gjarnan talað um hversu mikið olíutunnan hefur hækkað í dollurum talið. En tunnur geta verið af mörgu tagi og því ekki gefið að vita um hvað er verið að tala þegar um olíutunnu er að ræða. 12.6.2008 15:36 Eimskip fellur um 28 prósent á tveimur dögum Gengi hlutabréfa í Eimskip féll um rúm 15,4 prósent í dag. Þetta er annar dagurinn í röð sem gengið fer niður en það hefur fallið um tæp 28 prósent á tveimur dögum. Fyrirtækið afskrifaði breska frystifyrirtækið Innovate Holding úr bókum sínum í gær og nemur færslan níu milljörðum króna. 12.6.2008 15:32 Síldarvinnslan fær nýtt skip til síldveiða Síldarvinnslan hefur fest kaup á nóta- og togveiðiskipinu Áskeli EA-48 af Gjögri. 12.6.2008 14:26 Baugur og fleiri fyrirtæki á leið úr landi Eignarhaldsfélög í meirihlutaeigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu hans verða á næstunni skráð erlendis. Baugur Group er þar á meðal. Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum. Þetta er gert í ljósi laga hér á landi sem gera Jóni Ásgeiri óheimilt að sitja í stjórnum fyrirtækja í kjölfar þess að Hæstiréttur dæmdi hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fullnustu refsingarinnar var frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum. 12.6.2008 13:38 Tæki Seðlabankans farin að virka Greiningardeild Glitnis segir nýjar tölur Hagstofunnar um landsframleiðslu og þjóðarútgjöld sýna að hraðar hafi hægt á vexti hagkerfisins en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í síðustu þjóðhagsspá sinni sem birt var 10. apríl. 12.6.2008 13:00 Eimskip heldur áfram að hrapa Eimskip hefur fallið um 8,9% frá opnun kauphallarinnar í morgun og hefur gengi félagsins því fallið um 20% á tveimur dögum. 12.6.2008 10:28 Gengið heldur áfram að veikjast Gengi íslensku krónunnar hélt áfram að veikjast við opnun gjaldeyrismarkaðarins í morgun. Krónan féll um 0,8% og er gengisvísitalan nú komin í rúmlega 156 stig. 12.6.2008 09:34 Einkaneysla jókst um fimm prósent á fyrsta ársfjórðungi Landsframleiðslan jókst um 1,1 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. 12.6.2008 09:18 Marorka tilnefnd til umhverfisverðlauna Marorka frá Íslandi er eitt þeirra fyrirtækja sem tilnefnd eru til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2008 en Marorka hefur þróað orku- og brennslukerfi fyrir sjávarútveginn. 12.6.2008 07:43 Skjót viðbrögð Seðlabankans Seðlabanki Íslands brást skjótt við umfjöllun Markaðarins í gær um kennsluefni Seðlabanka. Í gærmorgun barst fréttatilkynning frá bankanum þar sem bent er á efni sem bankinn gefur út, tengla á efni frá öðrum seðlabönkum og nánari upplýsingar um opnunartíma myntsafns Seðlabankans. Fjallað er um tölvuleik sem er staðsettur í myntsafni Seðlabanka Íslands þar sem hægt er að setjast í stól bankastjóra og spreyta sig á því að beita stýritækjum hans til að ná verðbólgumarkmiði bankans. 12.6.2008 00:01 Stjórnendur klúðruðu þessu "big time" "Það er alveg ljóst að stjórnendur Eimskip hafa klúðrað þessu big time," segir Sindri Sindrason, stjórnarformaður Eimskip, um ársgamla fjárfestingu félagsins, Innovate Holdings sem Eimskip afskrifaði á einu bretti í dag með kostnaði upp á 9 milljarða. 11.6.2008 18:27 Rauður dagur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Eimskipi og Teymi féll um rúmlega tólf prósent í Kauphöll Íslands í dag á afar rauðum degi. Einungis gengi bréfa í Kaupþingi hækkaði lítillega en greint var frá því í dag að bræðurnir Moises og Mendi Gernter hefðu keypt tveggja prósenta hlut í bankanum fyrir 13,9 milljarða króna. 11.6.2008 15:39 Erlendir fjárfestar kaupa tveggja prósenta hlut í Kaupþingi Umsvifamikil fjölskylda í Bretlandi sem á ættir að rekja til Venesúela, Gertner-fjölskyldan svokallaða, hefur keypt rúmlega tveggja prósenta hlut í Kaupþingi fyrir um 14,5 milljarða króna. 11.6.2008 15:11 FL Group má eiga meira en helming í TM Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt umsókn FL Group til að fara með virkan eignarhlut í Tryggingamiðstöðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu FL Group til Kauphallarinnar. 11.6.2008 15:01 Enn lækkar DeCode Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur lækkað um 4,7 prósent frá því hlutabréfamarkaðir opnuðu í Bandaríkjunum í dag. Gengið féll um 11,5 prósent í gær. Gengið stendur nú í 0,86 sent á hlut. Það fór senti neðar fyrr í dag og hefur aldrei verið lægra. 11.6.2008 14:38 Íbúðalán banka 37% minni en á sama tíma í fyrra Viðskiptabankarnir draga verulega úr lánum til íbúðarkaupa á milli ára. Miðað við fyrstu fjóra mánuði ársins í ár og sama tímabil í fyrra er ,,samdrátturinn ríflega 37 prósent" segir Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hjá Greiningardeild Landsbankans. 11.6.2008 12:12 14% verðbólga í ágúst Greiningardeild Landsbankans telur að verðbólga nái hámarki í ágúst þegar hún verður tæplega 14 prósent. Í dag er verðbólga 12,3 prósent. Bankinn spáir því jafnframt að hún verði 3,5 prósent strax í maí á næsta ári. 11.6.2008 11:04 Eimskip leiðir lækkun dagsins Gengi bréfa í Kaupþingi er það eina sem hefur hækkað í dag. Úrvalsvísitalan hefur lækkað frekar og hefur hún ekki verið jafn lág síðan snemma í október árið 2005. 11.6.2008 10:14 Eimskip féll um 11,5 prósent Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um tæp 11,5 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands. Félagið greindi frá því í morgun að það hefði afskrifað nærri níu milljarða úr bókum sínum vegna eignarhlutar í dótturfélagi sínu, Innovate Holding, í Bretlandi. Unnið er að sölu á Innovate, að sögn Eimskipafélagsins. 11.6.2008 10:03 Eimskip afskrifar nærri níu milljarða Eimskipafélag Íslands hefur afskrifað eignarhlut í dótturfélagi sínu, Innovate Holding, í Bretlandi eins og Vísir greindi fyrstur frá í gær. Bókfært virði eignarhluts er 74,1 milljónir evra, jafnvirði nærri níu miljarða króna, sem afskrifaður er að fullu á öðrum ársfjórðungi. 11.6.2008 09:22 Bréf í DeCode aldrei lægri Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, fór undir einn bandaríkjadal í gær og hafði aldrei verið lægra. Um miðjan dag stóð það í 96 sentum á hlut. 11.6.2008 06:30 Forðast kastljós fjölmiðlanna „Hann var svo áhugasamur að komast áfram í heimi verðbréfaviðskipta að hann hafði engan tíma til að útskrifast,“ varð einum viðmælenda Markaðarins að orði um Magnús Jónsson, forstjóra Atorku Group. 11.6.2008 00:01 Leika leikinn á enda Almennur áhugi á bókum um viðskipti fer vaxandi. Nýverið kom út bók um fjárfestingaraðferðir Warrens Buffett, Eymundsson stofnaði viðskiptabókaklúbb og viðskiptabókabúð var opnuð á dögunum. 11.6.2008 00:01 Nafnabreyting og nýjar höfuðstöðvar Sænska fjármálaþjónustufyrirtækið Invik hefur breytt nafni sínu í Moderna. Félagið á að skrá í sænsku kauphöllina á næsta ári, en í haust er ráðgert lítið hlutafjárútboð. 11.6.2008 00:01 Bankahólfið: Netbóluísinn brotinn Úrvalsvísitalan sleikti 4.500 stiga markið í gær. Eins og margoft hefur verið tuggið á fór vísitalan hæst í 9.016 stig 18. júlí í fyrra áður en hún fór að síga en fall vísitölunnar nú nemur 49,6 prósentum á tæpum ellefu mánuðum. 11.6.2008 00:01 Almannafé til bjargar einkaframtakinu Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir fjármagni úr opinberum fjárfestingarsjóðum og opinberum lánastofnunum undanfarna mánuði. Kínverjar hafa fjárfest fyrir háar fjárhæðir í fyrirtækjum um allan heim. 11.6.2008 00:01 Andrés Önd og peningastefnan Eflaust reka margir upp stór augu þegar rætt er um teiknimyndapersónu og peningamálastefnu í sömu andrá. Raunin er hins vegar sú að seðlabankar heimsins hafa gripið til frumlegra aðferða til að breiða út boðskap hagfræðinnar. 11.6.2008 00:01 Norræni fjárfestingarbankinn „Það er hæpið að líkja Norræna fjárfestingarbankanum við opinbera sjóði sem fjárfesta í eignum,“ segir Johnny Åkerholm, forstjóri Norræna fjárfestingarbankans. 11.6.2008 00:01 Nýr Opera-vafri væntanlegur „Við erum með besta vafrann fyrir alla. Við viljum bæta hann og reynum alltaf að gera betur,“ segir Jón S. von Tetzchner, forstjóri og annar tveggja stofnenda norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera Software. 11.6.2008 00:01 DeCode endaði í 90 sentum á hlut - Sögulegt lágmark Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfagreingar endaði í 90 sentum á hlut þegar Nasdaq-hlutabréfamarkaðurinn lokaði í dag. 10.6.2008 20:42 Í lok dags Jakob Hansen hjá SPRON Verðbréfum var gestur Ingimars Karls Helgasonar í þættinum Í lok dags í dag. 10.6.2008 18:09 Íbúðalánasjóður með 80% markaðshlutdeild Innlánsstofnanir hafa dregið úr útlánum til íbúðakaupa. Á móti hefur hlutdeild Íbúðalánasjóðs aukist og hefur sjóðurinn nú lánað 80% af heildarútlánum það sem af er árinu. 10.6.2008 17:20 Úrvalsvísitalan ekki lægri í nærri þrjú ár Allmiklar lækkanir voru í Kauphöll Íslands í dag og lækkaði Úrvalsvísitalan um 1,99 prósent og stendur nú 4.512 stigum. 10.6.2008 16:29 Eimskip gæti þurft að afskrifa milljarða Svo gæti farið að Eimskip þurfi að afskrifa milljarða vegna kaupa sinna á breska fyrirtækinu Innovate Holdings í fyrra. Kaupverð var um tíu milljarðar á núverandi gengi en eftir nánari skoðun reyndist félagið ekki eins öflugt og gert var ráð fyrir í upphafi. 10.6.2008 14:25 Úrvalsvísitalan fellur niður um netbóluísinn Úrvalsvísitalan hefur ekki verið lægri síðan í október árið 2005. Fall hennar nú á ellefu mánuðum er meiri en þegar netbólan sprakk um síðustu aldamót. 10.6.2008 13:33 Sjá næstu 50 fréttir
Geir sakar fréttamann um dónaskap Geir H. Haarde forsætisráðherra sakaði fréttamann Markaðarins um dónaskap þegar hann innti ráðherra eftir aðgerðum í efnahagsmálum. 13.6.2008 12:15
Ný stjórn hjá Auðar Capital Á aðalfundi Auðar Capital hf. miðvikudaginn 11. júní sl. var ný stjórn félagsins kjörin. 13.6.2008 11:34
Ármann Þorvaldsson í hádegisviðtali Markaðarins Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kaupþings í London, verður í hádegisviðtali Markaðarins á Stöð 2 og Vísi í dag. 13.6.2008 11:10
Segir Kaupþing í lausafjárkreppu í Noregi - Bull, segir Kaupþing Haft er eftir bankasérfræðingi í viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv að lausafjárstaða Kaupþings í Noregi sé orðin svo slæm að bankinn hringi nú út til viðskiptavina sinna og biðji þá um að auka innlán sín. 13.6.2008 10:37
Íbúðalán innlánsstofnana minnkuðu um 30% milli mánaða Í maí námu ný íbúðalán innlánsstofnana alls um 670 millljónum kr. sem er um 30% samdráttur frá apríl. Þá dróst fjöldi lánanna saman um svipað hlutfall en samtals voru 76 ný íbúðalán veitt af innlánastofnunum í maí. 13.6.2008 10:11
Ellefu þúsund króna viðskipti hækka gengi Teymis Gengi bréfa í Teymi er það eina sem hækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands í dag. Ekki er þó um stórviðskipti að ræða en á bakvið hækkunina er velta upp á rúmar ellefu þúsund krónur. Eimskipafélagið hefur fallið um 2,7 prósent og Exista um 2,5 prósent. Önnur félög hafa lækkað minna. 13.6.2008 10:10
Enn fellur Eimskipafélagið Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 2,7 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Það hefur nú fallið um rúm þrjátíu prósent á þremur dögum í vikunni. 13.6.2008 10:04
Gengið stefnir í fyrra lágmark Gengi krónunnar heldur áfram að veikjast. Gengisvísitalan hefur hækkað um 0,6% í morgun og er komin yfir 157 stig. Stefnir í að gengið nái fyrra lágmarki sem var rúm 158 stig í mars s.l.. 13.6.2008 10:00
Enn lækkar DeCode Gengi bréfa í DeCode Genetics var komið niður í 84 cent á hlut við lokun markaðar í Bandaríkjunum í dag. Þetta er sögulegt lágmark hjá DeCode sem er móðurfélag Íslenskrar erfagreiningar. 12.6.2008 21:59
Teymi tók dýfu annan daginn í röð Gengi hlutabréfa í Teymi féll um 12,24 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta lækkunin á eftir Eimskipi. Á eftir fylgdi Icelandair, sem fór niður um 8,8 prósent. Gengi bréfa í Landsbankanum, SPRON, Straumi og Kaupþingi lækkaði um rúmt prósent á sama tíma. 12.6.2008 15:39
Hver er þessi olíutunna? Um þessar mundir er mikið talað um eldsneytisverð í kjölfar mikilla hækkanna á heimsvísu. Þá er gjarnan talað um hversu mikið olíutunnan hefur hækkað í dollurum talið. En tunnur geta verið af mörgu tagi og því ekki gefið að vita um hvað er verið að tala þegar um olíutunnu er að ræða. 12.6.2008 15:36
Eimskip fellur um 28 prósent á tveimur dögum Gengi hlutabréfa í Eimskip féll um rúm 15,4 prósent í dag. Þetta er annar dagurinn í röð sem gengið fer niður en það hefur fallið um tæp 28 prósent á tveimur dögum. Fyrirtækið afskrifaði breska frystifyrirtækið Innovate Holding úr bókum sínum í gær og nemur færslan níu milljörðum króna. 12.6.2008 15:32
Síldarvinnslan fær nýtt skip til síldveiða Síldarvinnslan hefur fest kaup á nóta- og togveiðiskipinu Áskeli EA-48 af Gjögri. 12.6.2008 14:26
Baugur og fleiri fyrirtæki á leið úr landi Eignarhaldsfélög í meirihlutaeigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu hans verða á næstunni skráð erlendis. Baugur Group er þar á meðal. Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum. Þetta er gert í ljósi laga hér á landi sem gera Jóni Ásgeiri óheimilt að sitja í stjórnum fyrirtækja í kjölfar þess að Hæstiréttur dæmdi hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fullnustu refsingarinnar var frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum. 12.6.2008 13:38
Tæki Seðlabankans farin að virka Greiningardeild Glitnis segir nýjar tölur Hagstofunnar um landsframleiðslu og þjóðarútgjöld sýna að hraðar hafi hægt á vexti hagkerfisins en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í síðustu þjóðhagsspá sinni sem birt var 10. apríl. 12.6.2008 13:00
Eimskip heldur áfram að hrapa Eimskip hefur fallið um 8,9% frá opnun kauphallarinnar í morgun og hefur gengi félagsins því fallið um 20% á tveimur dögum. 12.6.2008 10:28
Gengið heldur áfram að veikjast Gengi íslensku krónunnar hélt áfram að veikjast við opnun gjaldeyrismarkaðarins í morgun. Krónan féll um 0,8% og er gengisvísitalan nú komin í rúmlega 156 stig. 12.6.2008 09:34
Einkaneysla jókst um fimm prósent á fyrsta ársfjórðungi Landsframleiðslan jókst um 1,1 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. 12.6.2008 09:18
Marorka tilnefnd til umhverfisverðlauna Marorka frá Íslandi er eitt þeirra fyrirtækja sem tilnefnd eru til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2008 en Marorka hefur þróað orku- og brennslukerfi fyrir sjávarútveginn. 12.6.2008 07:43
Skjót viðbrögð Seðlabankans Seðlabanki Íslands brást skjótt við umfjöllun Markaðarins í gær um kennsluefni Seðlabanka. Í gærmorgun barst fréttatilkynning frá bankanum þar sem bent er á efni sem bankinn gefur út, tengla á efni frá öðrum seðlabönkum og nánari upplýsingar um opnunartíma myntsafns Seðlabankans. Fjallað er um tölvuleik sem er staðsettur í myntsafni Seðlabanka Íslands þar sem hægt er að setjast í stól bankastjóra og spreyta sig á því að beita stýritækjum hans til að ná verðbólgumarkmiði bankans. 12.6.2008 00:01
Stjórnendur klúðruðu þessu "big time" "Það er alveg ljóst að stjórnendur Eimskip hafa klúðrað þessu big time," segir Sindri Sindrason, stjórnarformaður Eimskip, um ársgamla fjárfestingu félagsins, Innovate Holdings sem Eimskip afskrifaði á einu bretti í dag með kostnaði upp á 9 milljarða. 11.6.2008 18:27
Rauður dagur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Eimskipi og Teymi féll um rúmlega tólf prósent í Kauphöll Íslands í dag á afar rauðum degi. Einungis gengi bréfa í Kaupþingi hækkaði lítillega en greint var frá því í dag að bræðurnir Moises og Mendi Gernter hefðu keypt tveggja prósenta hlut í bankanum fyrir 13,9 milljarða króna. 11.6.2008 15:39
Erlendir fjárfestar kaupa tveggja prósenta hlut í Kaupþingi Umsvifamikil fjölskylda í Bretlandi sem á ættir að rekja til Venesúela, Gertner-fjölskyldan svokallaða, hefur keypt rúmlega tveggja prósenta hlut í Kaupþingi fyrir um 14,5 milljarða króna. 11.6.2008 15:11
FL Group má eiga meira en helming í TM Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt umsókn FL Group til að fara með virkan eignarhlut í Tryggingamiðstöðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu FL Group til Kauphallarinnar. 11.6.2008 15:01
Enn lækkar DeCode Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur lækkað um 4,7 prósent frá því hlutabréfamarkaðir opnuðu í Bandaríkjunum í dag. Gengið féll um 11,5 prósent í gær. Gengið stendur nú í 0,86 sent á hlut. Það fór senti neðar fyrr í dag og hefur aldrei verið lægra. 11.6.2008 14:38
Íbúðalán banka 37% minni en á sama tíma í fyrra Viðskiptabankarnir draga verulega úr lánum til íbúðarkaupa á milli ára. Miðað við fyrstu fjóra mánuði ársins í ár og sama tímabil í fyrra er ,,samdrátturinn ríflega 37 prósent" segir Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hjá Greiningardeild Landsbankans. 11.6.2008 12:12
14% verðbólga í ágúst Greiningardeild Landsbankans telur að verðbólga nái hámarki í ágúst þegar hún verður tæplega 14 prósent. Í dag er verðbólga 12,3 prósent. Bankinn spáir því jafnframt að hún verði 3,5 prósent strax í maí á næsta ári. 11.6.2008 11:04
Eimskip leiðir lækkun dagsins Gengi bréfa í Kaupþingi er það eina sem hefur hækkað í dag. Úrvalsvísitalan hefur lækkað frekar og hefur hún ekki verið jafn lág síðan snemma í október árið 2005. 11.6.2008 10:14
Eimskip féll um 11,5 prósent Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um tæp 11,5 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands. Félagið greindi frá því í morgun að það hefði afskrifað nærri níu milljarða úr bókum sínum vegna eignarhlutar í dótturfélagi sínu, Innovate Holding, í Bretlandi. Unnið er að sölu á Innovate, að sögn Eimskipafélagsins. 11.6.2008 10:03
Eimskip afskrifar nærri níu milljarða Eimskipafélag Íslands hefur afskrifað eignarhlut í dótturfélagi sínu, Innovate Holding, í Bretlandi eins og Vísir greindi fyrstur frá í gær. Bókfært virði eignarhluts er 74,1 milljónir evra, jafnvirði nærri níu miljarða króna, sem afskrifaður er að fullu á öðrum ársfjórðungi. 11.6.2008 09:22
Bréf í DeCode aldrei lægri Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, fór undir einn bandaríkjadal í gær og hafði aldrei verið lægra. Um miðjan dag stóð það í 96 sentum á hlut. 11.6.2008 06:30
Forðast kastljós fjölmiðlanna „Hann var svo áhugasamur að komast áfram í heimi verðbréfaviðskipta að hann hafði engan tíma til að útskrifast,“ varð einum viðmælenda Markaðarins að orði um Magnús Jónsson, forstjóra Atorku Group. 11.6.2008 00:01
Leika leikinn á enda Almennur áhugi á bókum um viðskipti fer vaxandi. Nýverið kom út bók um fjárfestingaraðferðir Warrens Buffett, Eymundsson stofnaði viðskiptabókaklúbb og viðskiptabókabúð var opnuð á dögunum. 11.6.2008 00:01
Nafnabreyting og nýjar höfuðstöðvar Sænska fjármálaþjónustufyrirtækið Invik hefur breytt nafni sínu í Moderna. Félagið á að skrá í sænsku kauphöllina á næsta ári, en í haust er ráðgert lítið hlutafjárútboð. 11.6.2008 00:01
Bankahólfið: Netbóluísinn brotinn Úrvalsvísitalan sleikti 4.500 stiga markið í gær. Eins og margoft hefur verið tuggið á fór vísitalan hæst í 9.016 stig 18. júlí í fyrra áður en hún fór að síga en fall vísitölunnar nú nemur 49,6 prósentum á tæpum ellefu mánuðum. 11.6.2008 00:01
Almannafé til bjargar einkaframtakinu Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir fjármagni úr opinberum fjárfestingarsjóðum og opinberum lánastofnunum undanfarna mánuði. Kínverjar hafa fjárfest fyrir háar fjárhæðir í fyrirtækjum um allan heim. 11.6.2008 00:01
Andrés Önd og peningastefnan Eflaust reka margir upp stór augu þegar rætt er um teiknimyndapersónu og peningamálastefnu í sömu andrá. Raunin er hins vegar sú að seðlabankar heimsins hafa gripið til frumlegra aðferða til að breiða út boðskap hagfræðinnar. 11.6.2008 00:01
Norræni fjárfestingarbankinn „Það er hæpið að líkja Norræna fjárfestingarbankanum við opinbera sjóði sem fjárfesta í eignum,“ segir Johnny Åkerholm, forstjóri Norræna fjárfestingarbankans. 11.6.2008 00:01
Nýr Opera-vafri væntanlegur „Við erum með besta vafrann fyrir alla. Við viljum bæta hann og reynum alltaf að gera betur,“ segir Jón S. von Tetzchner, forstjóri og annar tveggja stofnenda norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera Software. 11.6.2008 00:01
DeCode endaði í 90 sentum á hlut - Sögulegt lágmark Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfagreingar endaði í 90 sentum á hlut þegar Nasdaq-hlutabréfamarkaðurinn lokaði í dag. 10.6.2008 20:42
Í lok dags Jakob Hansen hjá SPRON Verðbréfum var gestur Ingimars Karls Helgasonar í þættinum Í lok dags í dag. 10.6.2008 18:09
Íbúðalánasjóður með 80% markaðshlutdeild Innlánsstofnanir hafa dregið úr útlánum til íbúðakaupa. Á móti hefur hlutdeild Íbúðalánasjóðs aukist og hefur sjóðurinn nú lánað 80% af heildarútlánum það sem af er árinu. 10.6.2008 17:20
Úrvalsvísitalan ekki lægri í nærri þrjú ár Allmiklar lækkanir voru í Kauphöll Íslands í dag og lækkaði Úrvalsvísitalan um 1,99 prósent og stendur nú 4.512 stigum. 10.6.2008 16:29
Eimskip gæti þurft að afskrifa milljarða Svo gæti farið að Eimskip þurfi að afskrifa milljarða vegna kaupa sinna á breska fyrirtækinu Innovate Holdings í fyrra. Kaupverð var um tíu milljarðar á núverandi gengi en eftir nánari skoðun reyndist félagið ekki eins öflugt og gert var ráð fyrir í upphafi. 10.6.2008 14:25
Úrvalsvísitalan fellur niður um netbóluísinn Úrvalsvísitalan hefur ekki verið lægri síðan í október árið 2005. Fall hennar nú á ellefu mánuðum er meiri en þegar netbólan sprakk um síðustu aldamót. 10.6.2008 13:33