Leika leikinn á enda Vala Georgsdóttir skrifar 11. júní 2008 00:01 Haraldur Diego „Viðskiptabækur geta kennt fólki heilmikið um þær leikreglur sem eru í gangi í heimi viðskipta,“ segir þýðandi bókar um fjárfestingaraðferðir eins ríkasta manns heims.Markaðurinn/vilhelm Bók Roberts G. Hagstrom, Warren Buffett-aðferðin, hefur verið mánuðum saman á metsölulista bandaríska dagblaðsins New York Times. Það segir margt um aukinn áhuga á viðskiptabókum. Bókin er vel læsileg og ætti hún að höfða til allra þeirra sem vilja reyna að tileinka sér hugarfar eins auðugasta fjárfestis heims. „Í hröðum heimi viðskipta eru gerðar auknar kröfur til fólks að fylgjast vel með og jafnframt til þess að það haldi þekkingu sinni við,“ nefnir Haraldur Diego, sem þýddi nýverið bókina ásamt Mikael Torfasyni. Undir þetta algilda sjónarmið taka þau Kristján Freyr Halldórsson hjá bóka- og ritfangaverslun Eymundsson og Dögg Hjaltalín hjá viðskiptabókabúðinni Skuld. Dögg Hjaltalín bendir á að þeir sem komist upp á lag með að lesa viðskiptabækur reglulega átti sig fljótlega á því að þetta sé ódýr og þægileg leið til símenntunar. „Lesendahópur viðskiptabóka er sífellt að verða breiðari, enda er úrvalið gríðarlegt og aðgengið að bókum á góðu verði betra en áður,“ segir hún. Viðskiptabókaklúbbur Eymundsson hefur verið starfræktur síðan í vor í samstarfi við Félag viðskipta- og hagfræðinga. „Við viljum vera með puttann á púlsinum hvað val á bókum varðar,“ segir Kristján Freyr og vísar til þess að á vegum klúbbsins sé starfrækt fimm manna valnefnd, skipuð af kunnu fólki úr viðskiptalífinu, sem sér um að gefa mat sitt á álitlegum bókum fyrir klúbbinn. „Stefnan er að kynna starfsemina fyrir breiðari hópi fólks enda höfum við tilfinnanlega orðið vör við sívaxandi vakningu almennings á bókum um viðskiptatengt efni.“ í viðskiptabókabúðinni Dögg Hjaltalín segir lesendahóp viðskiptabóka sífellt að verða breiðari enda aðgengið betra og verðið lægra en áður. Markaðurinn/Vilhelm „Á undanförnum árum hefur sú breyting orðið á bókamarkaðnum að bækur í kiljum eru að verða æ algengari,“ segir Kristján Freyr og bendir á að fyrir daga kiljunnar hafi fólk hugsað sig vandlega um áður en bók var keypt. „Kiljubyltingin, ef svo má að orði komast, hefur gert það að verkum að í dag kaupir fólk bók í kilju um viðskiptatengt efni líkt og um áhugavert tímarit væri að ræða. „Viðskiptabækur geta kennt fólki heilmikið um þær leikreglur sem eru í gangi í heimi viðskipta,“ segir Haraldur Diego og vísar til þess að líkt og með aðra leiki sé líklega betra að sleppa því að vera með ef maður kann lítið fyrir sér í leikreglunum. Í viðskiptum þurfa þeir sem vilja ná hámarksárangri að vera í stöðugri endurmenntun vilji þeir ekki eiga það á hættu að heltast úr lestinni. Hluti af því að halda sér í góðu formi er að lesa sér til um hvað helst er á döfinni hverju sinni. Héðan og þaðan Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Bók Roberts G. Hagstrom, Warren Buffett-aðferðin, hefur verið mánuðum saman á metsölulista bandaríska dagblaðsins New York Times. Það segir margt um aukinn áhuga á viðskiptabókum. Bókin er vel læsileg og ætti hún að höfða til allra þeirra sem vilja reyna að tileinka sér hugarfar eins auðugasta fjárfestis heims. „Í hröðum heimi viðskipta eru gerðar auknar kröfur til fólks að fylgjast vel með og jafnframt til þess að það haldi þekkingu sinni við,“ nefnir Haraldur Diego, sem þýddi nýverið bókina ásamt Mikael Torfasyni. Undir þetta algilda sjónarmið taka þau Kristján Freyr Halldórsson hjá bóka- og ritfangaverslun Eymundsson og Dögg Hjaltalín hjá viðskiptabókabúðinni Skuld. Dögg Hjaltalín bendir á að þeir sem komist upp á lag með að lesa viðskiptabækur reglulega átti sig fljótlega á því að þetta sé ódýr og þægileg leið til símenntunar. „Lesendahópur viðskiptabóka er sífellt að verða breiðari, enda er úrvalið gríðarlegt og aðgengið að bókum á góðu verði betra en áður,“ segir hún. Viðskiptabókaklúbbur Eymundsson hefur verið starfræktur síðan í vor í samstarfi við Félag viðskipta- og hagfræðinga. „Við viljum vera með puttann á púlsinum hvað val á bókum varðar,“ segir Kristján Freyr og vísar til þess að á vegum klúbbsins sé starfrækt fimm manna valnefnd, skipuð af kunnu fólki úr viðskiptalífinu, sem sér um að gefa mat sitt á álitlegum bókum fyrir klúbbinn. „Stefnan er að kynna starfsemina fyrir breiðari hópi fólks enda höfum við tilfinnanlega orðið vör við sívaxandi vakningu almennings á bókum um viðskiptatengt efni.“ í viðskiptabókabúðinni Dögg Hjaltalín segir lesendahóp viðskiptabóka sífellt að verða breiðari enda aðgengið betra og verðið lægra en áður. Markaðurinn/Vilhelm „Á undanförnum árum hefur sú breyting orðið á bókamarkaðnum að bækur í kiljum eru að verða æ algengari,“ segir Kristján Freyr og bendir á að fyrir daga kiljunnar hafi fólk hugsað sig vandlega um áður en bók var keypt. „Kiljubyltingin, ef svo má að orði komast, hefur gert það að verkum að í dag kaupir fólk bók í kilju um viðskiptatengt efni líkt og um áhugavert tímarit væri að ræða. „Viðskiptabækur geta kennt fólki heilmikið um þær leikreglur sem eru í gangi í heimi viðskipta,“ segir Haraldur Diego og vísar til þess að líkt og með aðra leiki sé líklega betra að sleppa því að vera með ef maður kann lítið fyrir sér í leikreglunum. Í viðskiptum þurfa þeir sem vilja ná hámarksárangri að vera í stöðugri endurmenntun vilji þeir ekki eiga það á hættu að heltast úr lestinni. Hluti af því að halda sér í góðu formi er að lesa sér til um hvað helst er á döfinni hverju sinni.
Héðan og þaðan Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira