Leika leikinn á enda Vala Georgsdóttir skrifar 11. júní 2008 00:01 Haraldur Diego „Viðskiptabækur geta kennt fólki heilmikið um þær leikreglur sem eru í gangi í heimi viðskipta,“ segir þýðandi bókar um fjárfestingaraðferðir eins ríkasta manns heims.Markaðurinn/vilhelm Bók Roberts G. Hagstrom, Warren Buffett-aðferðin, hefur verið mánuðum saman á metsölulista bandaríska dagblaðsins New York Times. Það segir margt um aukinn áhuga á viðskiptabókum. Bókin er vel læsileg og ætti hún að höfða til allra þeirra sem vilja reyna að tileinka sér hugarfar eins auðugasta fjárfestis heims. „Í hröðum heimi viðskipta eru gerðar auknar kröfur til fólks að fylgjast vel með og jafnframt til þess að það haldi þekkingu sinni við,“ nefnir Haraldur Diego, sem þýddi nýverið bókina ásamt Mikael Torfasyni. Undir þetta algilda sjónarmið taka þau Kristján Freyr Halldórsson hjá bóka- og ritfangaverslun Eymundsson og Dögg Hjaltalín hjá viðskiptabókabúðinni Skuld. Dögg Hjaltalín bendir á að þeir sem komist upp á lag með að lesa viðskiptabækur reglulega átti sig fljótlega á því að þetta sé ódýr og þægileg leið til símenntunar. „Lesendahópur viðskiptabóka er sífellt að verða breiðari, enda er úrvalið gríðarlegt og aðgengið að bókum á góðu verði betra en áður,“ segir hún. Viðskiptabókaklúbbur Eymundsson hefur verið starfræktur síðan í vor í samstarfi við Félag viðskipta- og hagfræðinga. „Við viljum vera með puttann á púlsinum hvað val á bókum varðar,“ segir Kristján Freyr og vísar til þess að á vegum klúbbsins sé starfrækt fimm manna valnefnd, skipuð af kunnu fólki úr viðskiptalífinu, sem sér um að gefa mat sitt á álitlegum bókum fyrir klúbbinn. „Stefnan er að kynna starfsemina fyrir breiðari hópi fólks enda höfum við tilfinnanlega orðið vör við sívaxandi vakningu almennings á bókum um viðskiptatengt efni.“ í viðskiptabókabúðinni Dögg Hjaltalín segir lesendahóp viðskiptabóka sífellt að verða breiðari enda aðgengið betra og verðið lægra en áður. Markaðurinn/Vilhelm „Á undanförnum árum hefur sú breyting orðið á bókamarkaðnum að bækur í kiljum eru að verða æ algengari,“ segir Kristján Freyr og bendir á að fyrir daga kiljunnar hafi fólk hugsað sig vandlega um áður en bók var keypt. „Kiljubyltingin, ef svo má að orði komast, hefur gert það að verkum að í dag kaupir fólk bók í kilju um viðskiptatengt efni líkt og um áhugavert tímarit væri að ræða. „Viðskiptabækur geta kennt fólki heilmikið um þær leikreglur sem eru í gangi í heimi viðskipta,“ segir Haraldur Diego og vísar til þess að líkt og með aðra leiki sé líklega betra að sleppa því að vera með ef maður kann lítið fyrir sér í leikreglunum. Í viðskiptum þurfa þeir sem vilja ná hámarksárangri að vera í stöðugri endurmenntun vilji þeir ekki eiga það á hættu að heltast úr lestinni. Hluti af því að halda sér í góðu formi er að lesa sér til um hvað helst er á döfinni hverju sinni. Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Bók Roberts G. Hagstrom, Warren Buffett-aðferðin, hefur verið mánuðum saman á metsölulista bandaríska dagblaðsins New York Times. Það segir margt um aukinn áhuga á viðskiptabókum. Bókin er vel læsileg og ætti hún að höfða til allra þeirra sem vilja reyna að tileinka sér hugarfar eins auðugasta fjárfestis heims. „Í hröðum heimi viðskipta eru gerðar auknar kröfur til fólks að fylgjast vel með og jafnframt til þess að það haldi þekkingu sinni við,“ nefnir Haraldur Diego, sem þýddi nýverið bókina ásamt Mikael Torfasyni. Undir þetta algilda sjónarmið taka þau Kristján Freyr Halldórsson hjá bóka- og ritfangaverslun Eymundsson og Dögg Hjaltalín hjá viðskiptabókabúðinni Skuld. Dögg Hjaltalín bendir á að þeir sem komist upp á lag með að lesa viðskiptabækur reglulega átti sig fljótlega á því að þetta sé ódýr og þægileg leið til símenntunar. „Lesendahópur viðskiptabóka er sífellt að verða breiðari, enda er úrvalið gríðarlegt og aðgengið að bókum á góðu verði betra en áður,“ segir hún. Viðskiptabókaklúbbur Eymundsson hefur verið starfræktur síðan í vor í samstarfi við Félag viðskipta- og hagfræðinga. „Við viljum vera með puttann á púlsinum hvað val á bókum varðar,“ segir Kristján Freyr og vísar til þess að á vegum klúbbsins sé starfrækt fimm manna valnefnd, skipuð af kunnu fólki úr viðskiptalífinu, sem sér um að gefa mat sitt á álitlegum bókum fyrir klúbbinn. „Stefnan er að kynna starfsemina fyrir breiðari hópi fólks enda höfum við tilfinnanlega orðið vör við sívaxandi vakningu almennings á bókum um viðskiptatengt efni.“ í viðskiptabókabúðinni Dögg Hjaltalín segir lesendahóp viðskiptabóka sífellt að verða breiðari enda aðgengið betra og verðið lægra en áður. Markaðurinn/Vilhelm „Á undanförnum árum hefur sú breyting orðið á bókamarkaðnum að bækur í kiljum eru að verða æ algengari,“ segir Kristján Freyr og bendir á að fyrir daga kiljunnar hafi fólk hugsað sig vandlega um áður en bók var keypt. „Kiljubyltingin, ef svo má að orði komast, hefur gert það að verkum að í dag kaupir fólk bók í kilju um viðskiptatengt efni líkt og um áhugavert tímarit væri að ræða. „Viðskiptabækur geta kennt fólki heilmikið um þær leikreglur sem eru í gangi í heimi viðskipta,“ segir Haraldur Diego og vísar til þess að líkt og með aðra leiki sé líklega betra að sleppa því að vera með ef maður kann lítið fyrir sér í leikreglunum. Í viðskiptum þurfa þeir sem vilja ná hámarksárangri að vera í stöðugri endurmenntun vilji þeir ekki eiga það á hættu að heltast úr lestinni. Hluti af því að halda sér í góðu formi er að lesa sér til um hvað helst er á döfinni hverju sinni.
Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira