Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan ekki lægri í nærri þrjú ár

Árni Pétur Jónsson er forstjóri Teymis.
Árni Pétur Jónsson er forstjóri Teymis.

Allmiklar lækkanir voru í Kauphöll Íslands í dag og lækkaði Úrvalsvísitalan um 1,99 prósent og stendur nú 4.512 stigum. Hefur hún ekki mælst lægri frá því í um miðjan október árið 2005.

Teymi leiddi lækkanirnar en hlutabréf í félaginu lækkuðu alls um 6,22 prósent. Félagið hefur lækkað um 10,3 prósent það sem af er viku. Skammt þar á eftir kom SPRON sem lækkaði um 6,13 prósent og þá lækkaði Bakkavör um 3,78 prósent og Exista um 3,54 prósent.

Ekki voru þó eintómar lækkanir í Kauphöllinni í dag því færeysku félögin Atlantic Airways og Föroya Banki hækkuðu, það fyrrnefnda um 3.3 prósent en það síðarnefnda um 1,89 prósent. Þá hækkaði Eimskip eilítið eða um 0,25 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×