Fleiri fréttir

Besti tíminn fyrir hertar reglur

„Nú um stundir gefst fyrsta tækifærið í hálfa öld til að setja hertar reglur um starfsemi banka og fjármálafyrirtækja,“ segir Robert Wade, prófessor við London School of Economics. Wade hélt erindi um fjármálakreppuna í alþjóðlegu samhengi í dag.

Skuldatryggingaálag bankanna hækkar á ný

Skuldatryggingaálag bankanna stígur nú á ný eftir að hafa lækkað hratt undanfarna mánuði. Fram kemur í Morgunkorni Glitnis að skuldatryggingaálagið hafi náð sögulegum hæðum í mars þegar álag Kaupþings og Glitnis komst yfir 1.000 punkta og skuldatryggingaálag Landsbankans fór upp í 800 punkta.

Fyrstu viðskipti með Straumsbréf felld niður

Kauphöllin felldi í morgun niður viðskipti með hlutabréf í Straumi. Tilboð í bréfin hljóðuðu upp á 11,36 til 11,6 krónur á hlut. Þetta voru fyrstu viðskiptin með bréf félagsins í morgun og keyrði það upp um rúm sex prósent.

Straumur tók stökkið í byrjun dags

Gengi bréfa í Straumi Burðarási tók stökkið við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag og hækkaði um 6,37 prósent. Á eftir fylgdi gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem hækkaði um 4,26 prósent eftir nokkra lækkun í næstu viu. Þá hækkaði gengi SPRON sömuleiðis, eða um 0,46 prósent.

Baugur ætlar ekki út úr Moss Bros

Don McCarthy, stjórnarmaður í Baugi Group og Moss Bros, segir að Baugur sé ekki á leiðinni út úr Moss Bros jafnvel þótt félagið hafi hætt við yfirtökutilboð á verslunarkeðjunni fyrir skömmu.

Um 7% umframeftirspurn í hlutafjárútiboði Marels

Hlutafjárútboði Marel Food Systems lauk fyrir helgina. Góð þátttaka var í útboðinu og voru alls 446 áskriftir sem bárust fyrir samanlagt tæplega 15 milljarða kr. að söluverðmæti eða 167.347.760 hluti. Þetta gerir rétt tæplega 7% umframeftirspurn.

Viðskiptavinir TM fá leiðréttingu á eigin áhættu

Í framhaldi af þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka lágmark eigin áhættu í tjónum sem Viðlagatrygging Íslands bætir úr 85.000 kr. í 20.000 í kjölfar Suðurlandsskjálftans vill Tryggingamiðstöðin koma eftirfarandi á framfæri.

EM í sjónvarpi

RÚV og Síminn hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér að fimm leikir frá EM verða sýndir á sjónvarpsrásinni RÚV-plús sem er ein þeirra sjónvarpsstöðva sem standa viðskiptavinum Símans til boða í Sjónvarpi Símans. Þetta fyrirkomulag er haft þegar að tveir leikir verða spilaðir samtímis í riðlakeppninni.

Forstjóri Brimborgar í lok dags

Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar var gestur Sindra Sindrasonar í lok dags hér á Vísi. Ræddu þeir meðal annars um erfiða stöðu á bílamarkaði.

Óljós áhrif nýrra gjaldeyrisreglna á fjármálastofnanir

Seðlabankinn hefur tilkynnt um nýjar reglur um gjaldeyrisjöfnuð fjármálastofnana sem taka gildi þann 1. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram í Hálf-fimm fréttum Kaupþings og þar segir jafnframt að nýju reglurnar muni þrengja heimildir fyrir stöðutöku á gjaldeyrismarkaði. Nú geta fjármálafyrirtæki vikið 10% frá almennum gjaldeyrisjöfnuði. Fyrir breytinguna gat sama hlutfall verið allt að 30%.

Öll fyrirtæki Úrvalsvísitölunnar lækkuðu í dag

Öll fyrirtækin í Úrvalsvísitölunni lækkuðu í dag. Vísitalan lækkaði um 0,7 prósent og stendur hún nú í 4.665 stigum. SPRON lækkaði mest allra í Kauphöllinni, um þrjú prósent. Marel fylgir í kjölfarið með 2,15 prósent og Össur lækkaði um 1,67 prósent. Aðeins eitt félag hækkaði í Kauphöllinni, Century Aluminum Company, um 3,97 prósent.

Caoz gerir samning upp á 400 milljónir

Tölvuteiknimyndafyrirtækið Caoz hefur gert samning við tvö evrópsk framleiðslufyrirtæki vegna framleiðslu á tölvuteiknimyndinni Þór - í Heljargreipum. Samningurinn er að andvirði um 400 m króna og var gengið frá honum á kvikmyndahátíðinni í Cannes, nú nýverið.

Húsverðir helst að fá vinnu í fjármálafyrirtækjum?

Kaupþing auglýsir nú eftir rafvirkja í stöðu húsvarðar hjá Kaupþingi á ráðningaþjónustu Hagvangs. Á þessum samdráttatímum hafa fjármálafyrirtæki lýst því yfir að þau ætli ekki að ráða inn nýtt fólk. Varla er þó hægt að vanrækja viðhald húsa þannig að húsverðir eru án efa mikilvægir starfskraftar hvort sem kreppa er eður ei.

Gengið áfram að styrkjast

Gengi krónunnar hefur haldið áfram að styrkjast í morgun og hefur gengisvísitalan lækkað um 0,5%. Stendur hún nú í 152 stigum.

Mikil auking veltu á gjaldeyrismarkaðinum

Velta á gjaldeyrismarkaði í maímánuði nam 505 milljörðum kr. samkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti í gær. Í maí fyrir ári síðan var veltan 265 milljarðar kr. og hefur því aukist um rúmlega 90% á milli ára.

Róleg byrjun í kauphöllinni

Markaðurinn fór rólega af stað í morgun og lækkaði úrvalsvísitalan um 0,3% í fyrstu viðskiptum dagsins. Stendur hún nú í 4.685 stigum.

Mikael Torfason í lok dags

Mikael Torfason rithöfundur var gestur Sindra Sindrasonar í lok dags hér á Vísi. Ræddur þeir félagar um nýútkomna bók um Warren Buffet sem Mikael er að gefa út.

SA: Seðlabankinn grefur undan peningastefnunni

Í Fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins kemur fram að verðbólguspár Seðlabankans grafa undan peningastefnunni. Þar segir að þrátt fyrir að stýrivextir Seðlabankans hafi hækkað úr 5,16 prósent í febrúar 2003 í 15,5 prósent í apríl 2008 hafi ekki tekist að hafa hemil á verðbólgunni sem mældist í maí 2008 um 12 prósent á ársgrundvelli.

Bakkavarabréf ruku upp í enda dags

Gengi hlutabréfa í Bakkavör rauk upp um tæp 6,5 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkunin sem sást á hlutabréfamarkaði hér á landi í dag. Gengið hefur legið í láginni upp á síðkastið. Gengi bréfa í Kaupþingi hækkaði um 1,18 prósent á sama tíma. Bréf Færeyjabanka, Glitnis, Alfesca, Landsbankans, Icelandair og Straums hækkaði sömuleiðis um tæpt prósent.

Bankabréfin hækka

Gengi bréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum hækkaði mest í upphafi viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Landsbankinn hefur hækkað mest, eða um 1,62 prósent. Bréfin voru þau einu af Úrvalsvísitölufélögunum sem hækkaði í gær.

Krónan styrkist í byrjun dags

Gengi krónunnar styrkist mest um 0,85 prósent í morgun en gaf fljótlega eftir. Gengið hefur veikst um tvö prósent það sem af er vikunnar en gengisvísitalan stendur í sléttum 152 stigum.

Sheikh Mohamed bin Khalifa Al-Thani kaupir í Alfesca

Í framhaldi af tilkynningu stjórnar Alfesca 27. maí sl. er nú hægt að upplýsa að Alfesca gerði í dag samkomulag við ELL162 ehf, sem er eignarhaldsfélag hans hátignar Sheikh Mohamed bin Khalifa Al-Thani, um að eignarhaldsfélagið muni skrá sig fyrir 850,000,000 nýjum hlutum af höfuðstól félagsins.

Útflutningur aldrei mælst meiri

Vöruskipti við útlönd voru óhagstæð um 0,6 ma.kr. í maí samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Hallinn er töluvert minni en í apríl en þá var hann 7,3 ma.kr. Alls nam útflutningur tæpum 39,3 mö.kr. í mánuðinum en innflutningur nam 39,9 mö.kr.

Auðbjörg í lok dags

Auðbjörg Ólafsdóttir hjá greiningardeild Glitnis var gestur Ingimars Karls Helgasonar í lok dags hér á Vísi.

Útboðsgengi Marels 6% lægra en lokagengi í gær

Stjórn Marel Food Systems hf. hefur ákveðið að útboðsgengi á nýjum hlutum í félaginu, sem boðnir verða til sölu í útboði þann 5. og 6. júní 2008, verði 89,00 krónur á hlut, sem jafngildir yfir 6% lægra verð frá lokagengi félagsins 3. júní síðastliðinn.

Landsbankinn hækkaði einn í dag

Gengi hlutabréfa í Landsbankanum var það eina sem hækkaði af félögum í Úrvalsvísitölunni í Kauphöll Íslands í dag, eða um lítil 0,2 prósent. Að öðru leyti einkenndist dagurinn af lækkun líkt og víða á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag.

Félög Bakkabræðra lækka mest

Gengi bréfa í Bakkavör og Existu hefur lækkað um tæp þrjú prósent í fyrstu viðskiptum dagsins og leiðir lækkanahrinu í Kauphöllinni í dag. Félög tengd þeim Lýði og Ágústi Guðmundssonum eru stærstu hluthafar beggja fyrirtækja.

Innlausn á hlutum Skipta

Exista og stjórn Skipta hafa samþykkt að aðrir hluthafar í Skiptum skuli sæta innlausn Exista á hlutum sínum en félagið og dótturfélög eiga 99,22 prósent í Skiptum.

Sjá næstu 50 fréttir