Viðskipti innlent

Ný stjórn hjá Auðar Capital

Á aðalfundi Auðar Capital hf. miðvikudaginn 11. júní sl. var ný stjórn félagsins kjörin.

Stjórnina skipa Halla Tómasdóttir, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Kristín Jóhannesdóttir, Hildur Petersen og David Adams. Í varastjórn voru kjörin Hallgrímur Snorrason, Gunnar Þór Pétursson, Guðrún Pétursdóttir, Ingunn Wernersdóttir og Ragnheiður Jónsdóttir.

Auður Capital var stofnað af Höllu Tómasdóttur og Kristínu Pétursdóttur á síðasta ári og hlaut í apríl s.l. leyfi Fjármálaeftirlitsins til að starfa sem verðbréfafyrirtæki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×