Viðskipti innlent

DeCode endaði í 90 sentum á hlut - Sögulegt lágmark

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfagreingar endaði í 90 sentum á hlut þegar Nasdaq-hlutabréfamarkaðurinn lokaði í Bandaríkjunum í dag.

Alls féllu bréfin í DeCode um 11,5 prósent í dag en gengi bréfa í félaginu hefur aldrei verið lægra.

Á Nasdaq fór gengið í DeCode hæst í 28,75 dali en fyrir skráningu bréfanna voru dæmi um að þau gengju kaupum og sölum á gráum markaði á rúma sextíu dali á hlut.

Á fyrsta degi skráningar bréfanna í endaði gengið í 25,44 dölum á hlut og hefur það því fallið um 96 prósent til loka dagsins í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×