Nafnabreyting og nýjar höfuðstöðvar 11. júní 2008 00:01 Veislugestir Helstu nöfn sænsks viðskiptalífs, auk stjórnenda dótturfyrirtækja, mættu til veislunnar sem Moderna boðaði til í síðustu viku, auk íslensku fyrirtækjanna Sjóvá og Aska Capital sem nú eru hluti af sænsku samstæðunni. Mynd/Jan Dahlqvist Fjárfestingarbankarnir Carnegie í Svíþjóð og bandaríski bankinn Lehman Brothers undirbúa endurkomu sænska fjármálaþjónustufyrirtækisins Moderna í OMX-kauphöllina í Stokkhólmi. Moderna hét fyrir fjórða þessa mánaðar Invik og er að fullu í eigu íslenska félagsins Milestone. Samkvæmt heimildum Markaðarins stendur jafnframt til að halda lokað hlutafjárútboð í haust og kanna með því stemninguna á markaði. Milestone á félagið að fullu en stefnir að dreifðari eignaraðild þess á markaði, og þá fremur með því að auka hlutafé heldur en að félagið selji frá sér eigin bréf. Hjá Milestone er horft til þess að eignarhluturinn í Moderna nemi um fjörutíu prósentum þegar fram í sækir. Anders Fällman, forstjóri Moderna, bauð gesti velkomna í veglegri veislu sem félagið blés til í nýjum höfuðstöðvum sínum við Storeplan í Stokkhólmi til þess að kynna nýja nafnið og höfuðstöðvarnar, en þangað flutti félagið fyrr á árinu. Byggingin er gömul og vegleg og gengið inn í stórt fordyri og upp breiðar steintröppur áður en komið er að lyftum sem bera fólk upp að skrifstofunum á fimmtu hæð. „Upplifunin er þess vegna eins og að við séum með alla bygginguna og er þá tilgangnum náð. Við erum hins vegar ekki með allt húsið, þótt við gjarnan vildum,“ sagði Fällman og hló við. Þarna í nýja miðbæ Stokkhólms er fjöldi fjármálafyrirtækja, bæði dótturfélög Moderna og svo fjármálaþjónustufyrirtæki á borð við Carnegie, en þar á félagið raunar yfir sautján prósenta hlut og Anders Fällman gegnir þar stjórnarformennsku. Veislan, miðvikudagskvöldið 4. júní, var einmitt haldin í fordyrinu veglega og tveimur veislusölum inn af því þegar komið er upp á fyrstu hæðina. Sænsk hljómsveit lék fyrir dansi og í hliðarherbergjum var reynt að búa til stemningu í takt við suma undirstarfsemi Moderna. Þannig var á einum stað búið að stilla upp stóru mótorhjóli og boðið upp á amerískan grillpinnamat, en Moderna hefur meðal annars sérhæft sig í tryggingum fyrir mótorhjólafólk og náð forystu á því sviði. Þá bar mikið á skiltum þar sem nýjasta viðbótin í fyrirtækjaflóru Moderna var kynnt, en það eru Sjóvá og Askar Capital. Víða mátti líka sjá stafræna ljósmyndaramma þar sem gengu kynningar á stjórnendum fyrirtækjanna. Sænska viðburðarstjórnunarfyrirtækið Imagine annaðist skipulagningu veislunnar, en hönnun nýs útlits og merkis fyrir Moderna, svokallað rebranding, annaðist íslenska auglýsingastofan Gott fólk. Til veislunnar mætti fyrirfólk úr sænsku athafnalífi auk starfsmanna bæði í Svíþjóð og héðan af Íslandi. „Við höfum því á síðustu mánuðum nánast tvöfaldað stærð okkar,“ segir forstjóri Moderna. „Starfsmenn eru um 700 talsins og heildareignir nema um 33 milljörðum sænskra króna [nærri 430 milljörðum íslenskra króna].“ Milestone lauk í fyrrahaust yfirtökunni á Invik og segir Fällman að strax hafi verið samhljómur með stjórnendum og nýjum eigendum félagsins. Starfsfólk í Svíþjóð virðist ekki síður ánægt með nýja eigendur og stefnu. Starfsmaður tryggingafélagsins Moderna Life sem tekinn var tali rifjar upp að í fyrstu hafi fyrirtækið verið afar framsækið, en svo glatað þeim anda. Núna segir hann glaðbeittur að aftur sé orðið gaman í vinnunni, áræðnin og framsæknin séu ráðandi á ný. Héðan og þaðan Mest lesið Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Fjárfestingarbankarnir Carnegie í Svíþjóð og bandaríski bankinn Lehman Brothers undirbúa endurkomu sænska fjármálaþjónustufyrirtækisins Moderna í OMX-kauphöllina í Stokkhólmi. Moderna hét fyrir fjórða þessa mánaðar Invik og er að fullu í eigu íslenska félagsins Milestone. Samkvæmt heimildum Markaðarins stendur jafnframt til að halda lokað hlutafjárútboð í haust og kanna með því stemninguna á markaði. Milestone á félagið að fullu en stefnir að dreifðari eignaraðild þess á markaði, og þá fremur með því að auka hlutafé heldur en að félagið selji frá sér eigin bréf. Hjá Milestone er horft til þess að eignarhluturinn í Moderna nemi um fjörutíu prósentum þegar fram í sækir. Anders Fällman, forstjóri Moderna, bauð gesti velkomna í veglegri veislu sem félagið blés til í nýjum höfuðstöðvum sínum við Storeplan í Stokkhólmi til þess að kynna nýja nafnið og höfuðstöðvarnar, en þangað flutti félagið fyrr á árinu. Byggingin er gömul og vegleg og gengið inn í stórt fordyri og upp breiðar steintröppur áður en komið er að lyftum sem bera fólk upp að skrifstofunum á fimmtu hæð. „Upplifunin er þess vegna eins og að við séum með alla bygginguna og er þá tilgangnum náð. Við erum hins vegar ekki með allt húsið, þótt við gjarnan vildum,“ sagði Fällman og hló við. Þarna í nýja miðbæ Stokkhólms er fjöldi fjármálafyrirtækja, bæði dótturfélög Moderna og svo fjármálaþjónustufyrirtæki á borð við Carnegie, en þar á félagið raunar yfir sautján prósenta hlut og Anders Fällman gegnir þar stjórnarformennsku. Veislan, miðvikudagskvöldið 4. júní, var einmitt haldin í fordyrinu veglega og tveimur veislusölum inn af því þegar komið er upp á fyrstu hæðina. Sænsk hljómsveit lék fyrir dansi og í hliðarherbergjum var reynt að búa til stemningu í takt við suma undirstarfsemi Moderna. Þannig var á einum stað búið að stilla upp stóru mótorhjóli og boðið upp á amerískan grillpinnamat, en Moderna hefur meðal annars sérhæft sig í tryggingum fyrir mótorhjólafólk og náð forystu á því sviði. Þá bar mikið á skiltum þar sem nýjasta viðbótin í fyrirtækjaflóru Moderna var kynnt, en það eru Sjóvá og Askar Capital. Víða mátti líka sjá stafræna ljósmyndaramma þar sem gengu kynningar á stjórnendum fyrirtækjanna. Sænska viðburðarstjórnunarfyrirtækið Imagine annaðist skipulagningu veislunnar, en hönnun nýs útlits og merkis fyrir Moderna, svokallað rebranding, annaðist íslenska auglýsingastofan Gott fólk. Til veislunnar mætti fyrirfólk úr sænsku athafnalífi auk starfsmanna bæði í Svíþjóð og héðan af Íslandi. „Við höfum því á síðustu mánuðum nánast tvöfaldað stærð okkar,“ segir forstjóri Moderna. „Starfsmenn eru um 700 talsins og heildareignir nema um 33 milljörðum sænskra króna [nærri 430 milljörðum íslenskra króna].“ Milestone lauk í fyrrahaust yfirtökunni á Invik og segir Fällman að strax hafi verið samhljómur með stjórnendum og nýjum eigendum félagsins. Starfsfólk í Svíþjóð virðist ekki síður ánægt með nýja eigendur og stefnu. Starfsmaður tryggingafélagsins Moderna Life sem tekinn var tali rifjar upp að í fyrstu hafi fyrirtækið verið afar framsækið, en svo glatað þeim anda. Núna segir hann glaðbeittur að aftur sé orðið gaman í vinnunni, áræðnin og framsæknin séu ráðandi á ný.
Héðan og þaðan Mest lesið Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent